Fara í efni

EGILL OG ECONOMIST: UM LÝÐRÆÐI OG TRAUST


Egill Helgason segir í psitli sínum á Eyjunni að sér finnist leiðari í Economist vera umhugsunarverður, en þar eru tíunduð hugsanleg „mistök" kjósenda („what has gone wrong") í þjóðaratkvæðagreiðslu í Kaliforníu: sjá hér: http://silfuregils.eyjan.is/2011/04/22/the-economist-laerdomurinn-fra-kaliforniu/
Kaliforníubúar eru þannig taldir samkvæmt Economist hafa gert  „mistök" í slíkum kosningum og þá væntanlega einhverjir aðrir líka. Hættan er sú að farið verði að kjósa í anda „lýðskrums" sem nú færist í vöxt í hinum vestræna heimi vegna óvinsælda hefðbundinna stjórnmála. Leiðarahöfundur Economst staðnæmdist við meint afglöp almennings. Og Agli finnst þetta sérstaklega umhugsunarverð skrif.
Greinilegt er að ritjórnar- og annað valdkerfisfólk skilur ekki að valdið liggur hjá fólkinu, hjá hinum almenna kjósanda, engum öðrum. Ef þetta fólk óttast að aukið beint lýðræði geti leitt til niðurstöðu sem því er ekki að skapi þá verður það að láta sér lynda að reyna að sannfæra kjósendur um varasamar skoðanir þeirra og hafa þannig áhrif á niðurstöðuna.
Almennt held ég að fólk gefi lítið fyrir íhaldssöm skrif ritstjóra Economist og Egils Helgasonar einnig, þegar hann er á þessum nótum. Og þegar þingmenn hafa sagt að þeir treysti ekki kjósendum - eða treysti þeim, eftir atvikum - þá hlæja kjósendur.  Þeim er alveg sama hvort fulltrúar á þingi segjast treysta þeim - eður ei. Þeir vita að valdið er þeirra. Spurningin er sú hvort þeir treysti fulltrúum sínum á þingi. Ekki öfugt.