Fara í efni

BRASK BURGEISANNA BITNAR Á ÞJÓÐINNI

Sæll Ögmundur.
Það er nú stór biti sem ég þarf að kyngja sem fyrrum blámaður búinn að éta hattinn minn að þið skuluð enn einn ganginn hafa hitt naglann á höfuðið fjárglæframanna þegar maður skoðar viðvaranir þínar í þingræðum og annarra í VG og verð ég að lifa við það. Ég treysti VG til þess að taka upp aftur skattafrumvarp og afslátt til þessara fjárglæframanna sem nú hafa sett þjóðina í verstu fjármálaþrengingar sem um getur vegna útrásar. Setja þarf ný lög með hraði að bankarnir skipti upp starfsemi sinni í innlend viðskipti og svo erlend og allur skattaafsláttur afturkallaður.
Þeir geta vel greitt fullt gjald eins og aðrir og einnig þeir sem reka EHF að þeir greiði útsvar. Það hefur nefnilega komið í ljós að útrásin fólst í því að stofna útibú í skattaparadísum eins og fyrrverandi ríkisskattsjóri benti réttilega á í merkilegri blaðagrein og rétt að menn finni hana á MBL og lesi aftur. Hvaða hag hefur Ísland af því að setja sitt fingrafar á skattaparadísir? Hvernig stendur á því að menn sem áttu/eiga milljarða greiða sumir smá fjármagnstekjuskatt en þurfa ekki að áætla á sig tekjur sem einyrkjar þótt þeir vinni með sveittan skallann að velta fjármunum á milli fyrirtækja erlendis. Það er mín krafa að íslenskum bönkum verði bannað með öllu að setja upp útibú í þessum paradísum á meðan þau starfa hér á landi.Þá verði skortstaða bönnuð með lögum og settar afar strangar reglur um sjóðasukk bankakerfisins og ekki megi myndast krosstengsl þar á milli. Við þurfum ekki annað en að skoða sjóð 9 í Glitni sem fór verulega af þeirri mörkuðu stefnu sem viðskiptamönnum var sagt í upphafi í skjóli nætur en þegar upp komst var einu fyrirtæki kippt þar út snarlega á kostnað bankans og líklega í fyrsta skipti í bankasögunni sem slíkt gerist opinberlega. Þess vegna þarf Fjármálaeftirlitið að fara ofan í saumana á öllu þessu sukki og gera bönkunum að breyta þessu strax. Lítill sparisjóður í Þingeyjarsýslu skilaði 50 milljóna hagnaði á sl.ári og stjórnarformaðurinn þar fyrrum formaður bændasamtakanna sagði að þar á bæ tækju menn ekki þátt í hlutabréfakaupum eða öðrum gjörningum heldur rækju einfalda bankastarfsemi. Ég setti inn á heimasíðu mína 31.12 2007 viðvörun um yfirvofandi hrun á mörkuðum í USA og Asiu og olíu í hæstu hæðum jafnframt em ég benti þeim sem væru með séreignasparnað hér á landi að færa hann allan yfir í verðtryggða sjóði viðkomandi stofnunnar og vona að einhverjir hafi gert þetta. Þetta brask burgeisanna á eftir að setja mark sitt á íslenskt þjóðlíf í 4 ár til viðbótar. Góðar stundir.
Þór Gunnlaugsson