Fara í efni

BRANDARAKALLARNIR SEM GERÐU ÍSLAND GJALDÞROTA

UMBURAÐRLYNDI EKKI BRYNJARS STERKASTA HLIÐ

Óþolið fær Brynjar oft
óþarfi að hvísla
Því vikulega hefur horft
hugfangin á Gísla.

ÞÁ MÁ FLAGGA!

Flagga loksins fyrir mér
fánan upp þá tosið
Sem er 25. September
svo verður líka kosið.

ÞEGAR RIGNDI Á VESTURLANDI

Ávalt blautt og bölvað rok
bætir lítið skapið
Saddur er orðin upp í kok
og græt sólartapið.

,,KOMA SVO‘‘

Sósíalistum ég sendi hug
saman hafið valdið
Með samstöðunni sýnið dug
sækið á auðvaldið.

ÞOTULIÐIÐ

Ráðherraliðið rauk nú austur
í rólegheita kjaftalotu
En fáránlegur var fjáraustur
fóru víst í einkaþotu.

 ,,Óttast holskeflu innlagna''

Kófið er komið aftur
krónurnar rúlla inn
Veikist víst hver kjaftur
og lamast allt um sinn.

,,COVID ER KOMIÐ AFTUR‘‘

Bráðavandi ber að höndum
bölvað vesen bætist á
Sóttvarnir nú sjálfir vöndum
og sóttinni ýtum frá.

BRANDARAKALLARNIR SEM GERÐU ÍSLAND GJALDÞROTA

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kastró er ekki búinn að vera fimm mínútur í helvíti og við erum þegar byrjaðir að fá flóttamenn“.  Ég man Þegar Íhaldið sá um fjármálaráðuneytið 2008 og Gerði Ísland GJALDÞROTA. Almenningur missti húsnæði og vinnu og FLÚÐI land!

Brandara kallinn Óli Björn
baunar á sósialisma
Virðist í frjálshyggju vörn
hatar víst komonista.

Til hamingju með daginn Kæri vinur 17. júlí , 2021

Fjörutíu og átta fæddist hann
verkalýðsins fremsta von
Landinn þekkir þennann mann
Það er Ögmundur Jónasson.

,,Í ELLIÐAÁRDALNUM‘‘

Af fátkum ég fæddist þar
Af fátækum upp alinn
Af Sósíalistum sagður var
Af sóma fólki talinn.

Höf. Pétur Hraunfjörð.