Fara í efni

BJARNI OG BANKASALAN

Afsláttinn þeir allir fengu
auðvitað í skjóli nætur
Þar vinirnir víst fyrir gengu
en gjafmildina þjóðin grætur.

Gjafmildin ei gladdi landann
græðgina jú sjáum þarna
Djúpt nú skulum draga andann
og losa okkur við Bjarna.  

Í Rússlandi hafa þeir Ólígarkana
En á Ísland höfum við Elítuna,

Bjarni og Pútín báðir tveir
blóðmjólka landann
 Því einræðis genin hafa þeir
 og Hitlers andann.

Bjarni gefur á bæði borð
hluta úr bankanum
Fólk á ekkert einasta orð
 yfir Elítu þankanum.

Áður sást til Hitlers hér
öllu vildi hann ráða
Evrópu þá eignaði sér
Pútín er líkur snáða.

Höf. Pétur Hraunfjörð.