BER ALCAN ENGAR SKYLDUR?
30.03.2007
Sæll Ögmundur. Mig langaði til að spyrja þig hvort þér finnist ekki Alcan gera í raun lítið úr núvernadi starfsfólki sínu þegar gefið er í skyn að það verði að loka því álveri sem nú er í Straumsvík ef ekki fæst heimild til stækkunar, af því það verði svo fljótt úrelt. Hvað með allan mannauðinn, tækni- og verkþekkingu og öflugt starfslið? Er allt jákvætt tal um slíkt bara áróður fyrir kosningar sem síðan skiptir engu máli ef þær tapast? Og ætli fyrirtækinu finnist þá líka að það hafi engar skyldur gagnvart sínu góða starfsfólki fyrst því má bara fórna ef aðeins dregur úr gróðavoninni?
Friðrik Dagur Arnarsson
Þakka þér bréfið. Þetta eru umhugsunarverðar vangaveltur og tek ég undir með þér.
Kveðja,
Ögmundur