Fara í efni

BANANASÝSLAN

Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.

Bankarán – Taka tvö

Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.

Dýralæknir sá svart

Fellur hratt á foldarskart,
framsóknar er tæknir.
Í vímu datt og sá í svart,
Sigurður dýralæknir.

Bölvun afglæpavæðingarinnar

Af bjánaganginum bölvun hlýst,
í börnin dópið plægja.
Með afglæpavæðingu eitt er víst;
Andskotinn mun hlæja.

Sjálfræði til kyns og aldurs

Þetta einfalt þykir mér,
þagna raddir skvaldurs.
Sjálfræði þú sækir þér,
svo til kyns og aldurs.
Kári