Fara í efni

Auður – glæsilegur og verðugur fulltrúi þjóðarinnar

Það er mér mikið undrunarefni sem fram kemur í pistli Þjóðólfs hér á síðunni þar sem hann segist ekki hafa frétt af framboði frú Auðar Bessadóttur til forsetaembættisins fyrr en í gær. Framboð sitt boðaði Auður á blaðamannafundi í Öskjuhlíðinni á sumardaginn fyrsta, 22. apríl s.l. Og einmitt þá var meðfylgjandi mynd tekin af frambjóðandanum og áströlskum maka hans. Beðist er velvirðingar á rauðum deplum í augum þeirra hjóna en þeir stafa af flassglampa frá myndavél áhugaljósmyndarans. En sem sagt, frá vinstri: Frú Auður, þá eiginmaðurinn Empty og loks heimilishundurinn Branda.
Ingólfur