Fara í efni

ÁRIÐ ER LIÐIÐ

Tvö þúsund tuttugu og eitt
tók hræðilegan enda
Því hér var helst engu breytt
á hægristjórn vil benda.

,,GLEÐILEGT NÝTT ÁR‘‘

Nú er þetta ár víst allt
andskoti er jú fegin
Drukkið er þá mikið malt
og margur á tálar dregin.

,,Árleg keppni Elítunnar‘‘

Um áramót er aukin spenna
öll verðum hennar vör
Hverjir vilja og hverjir nenna
að verða lady eða sör.

,,ELÍTAN OG ÚTRÁSIN‘‘

Þá gæfan leiddi gengin spor
við gengismun að bralla
Enn aðrir höfðu sult og hor
um heimsbyggðina alla.

Æji Já heldur lítið hafa breyst
heimta meira og meira
Líklega verður það aldrei leyst
landið á hausinn keyra

Já Covíd jólin kominn aftur
kringumstæður verða því
Að eflaust hver einasti kjaftur
eiði jólum í sótt kví.

Höf. Pétur Hraunfjörð.