Fara í efni

ÁRÁS Á ALÞINGI

Ef saksóknari vill stefna einhverjum fyrir árás á Alþingi þá hefur hann tækifæri núna. Ekki veit ég hvað þjóðin hefur gert af sér til að verðskulda slíka fígúru fyrir forseta. Eitt er víst að forsetinn er ekki lengur sameiningartákn þjóðarinnar hann er ekki forsetinn minn. Það er alveg víst að nauðsynlegt er að breyta stjórnarskránni. Það ber að leggja forsetaembættið niður og í stað þess gæti komið "Talsmaður Alþingis" sem þingið kysi. Talsmaður þingsins staðfesti lög og sjái um ýmsar móttökur. Þetta yrði svipað fyrirkomulag og í mesta lýðræðisríki heims, Svíþjóð. Það er sorglegt að horfa upp á þau öfl í þjóðfélaginu sem leggja steina í götu ríkisstjórnarinnar við endurreisn landsins og það er í raun svívirða að það þurfi að eyða öllu þessu púðri í svona vindmillu sem forsetinn er. Þjóðin skal hafa í huga að sennilega á enginn einn maður meiri þátt í því hvernig fór fyrir þjóðinni en forsetinn sjálfur. Sem forseti gaf hann útrásarvíkingunum áreiðanleikavottorð gagnvart öðrum þjóðum, mönnum sem samkvæmt fréttum fjölmiðla, virðast ekki vera annað en fjárglæpamenn. Þetta stuðlaði meðal annars að því að íslenskum útrásarvíkingum tókst að fá 14.000 miljarða!!! að láni. Erlendir lánadrottnar hafa þegar tapað stærsta hluta þessara lána. Sjálfur hlustaði ég á sumar af þessum ræðum forsetans þegar hann mærði þessa menn og aldrei notaði hann nema sterkusu lýsingarorð íslenskrar og enskrar tungu til að dásama frómleika þeirra. Ég legg til að Alþingi vísi forsetanum frá vegna einræðishegðunar hans.
Pétur