Fara í efni

,,ÁRAMÓTINN 20-21‘‘

Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.

Hér nýja árið allir þrá
og árangur við kófið
þríreikið má þakkir fá
fyrir allt þófið.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR

Gleðileg jól og gæfuríkt ár
gengið hefur talsvert á
Margir nú fagna og fella tár
framundan betri tíma sjá.

Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina
Höf. Pétur Hraunfjörð.