Fara í efni

ALÞINGIS-KOSNINGAR SEM FYRST

Sæll Ögmundur.
Hvernig er hægt að láta það gerast að það verði boðaðar þingkosnigar sem fyrst? Finnst þér VG tilbúið í þann slag að það verði boðaðar þingkosnigar fljótlega? Kær kveðja þinn kjósandi og VG félagi,
Ásdís

Sæl Ásdís.
Krafan um kosningar er að rísa. Ég heyri það alls staðar í kringum mig. VG er klárt í slaginn. Við höfum skýra stefnu og ég tel það mikilvægt  - nánast lífsnauðsynlegt - fyrir almannahag að okkar sjónarmið verði virt við þá uppbyggingu og endurreisn sem nú þarf að ráðast í.
Kv. Ögmundur