ALLIR FÁ SITT
Davíð reisir níðstöng í leiðara Moggans – Segir Dag B. ábyrgðarlausan ónytjung
Ónytjungur hann eflaust er
 eymdina vildi tjá
 Davíð athygli dregur að sér
 Dagsverkin allir sjá.
,,ER BJART FRAMMUNDAN?‘‘
Lundin vonandi léttist brátt
 er líður á nýja árið
 Kófið þá búið og komin sátt
 en byrjað kosningafárið.
Mbl. Samdrátturinn miklu meiri á Íslandi 
 
 Hér samdrátturinn sækir að
 um sárt nú margir binda
 Staðfest er og stefnir í það
 að fólki í fátækt hrinda.
 Sagðir vilja halda Vigdísi frá völdum
 
 Vigdísi þeir vildu alls ekki
 í varaformannsembættið
 Konan virðist komin í hlekki
 og kvartar nú við almættið.
Tíminn líður traustið fer
 töluverð fátækt þvingar
 illa líður mörgum og mér
 menn telja í kosningar.
,,ALLTAF SAMASAGAN‘‘ 
 
 Við Íhaldið er nú alls ekki dús 
 Það ekkert lagast hefur
 Hér skammta öllum hungurlús
 en milljarða SA gefur.
KAPÍTALISMI SEM KNÚNINGSVÉL
Hulin hönd er komin á kreik
 og kapítalísk mulningsvél
 Hún er klók og hvergi smeyk
 henni farnast ávallt vel.
Jólin bráðlega bæta geð
 Þá bökkum útúr kófi
 Verum bjartsýn vertu með
 og hættum grímuþófi.
ALLIR FÁ SITT
Hátíðin nú gengur í garð
 grímu jól og pestin
 Kaupmenn allir fá sinn arð
 en tekjufallsbætur restin.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
