Fara í efni

ÁKALL UM UMBURÐARLYNDI GAGNVART REYKINGAMÖNNUM

Skemmtileg og fræðandi grein um Kristjaníu. Sammála þér í því að hægristjórnin sýnir þessu fólki ekki nægilegt umburðarlyndi. Það þarf jú enginn að búa þarna eða kaupa sér einhver vímuefni. Öllum sem mislíkar geta yfirgefið hverfið. Eigum við ekki líka að sýna þeim umburðarlyndi sem vilja koma saman einhversstaðar til að reykja sígarettur, t.d. á skemmtistöðum. Er ekki enn meiri ástæða til umburðarlyndis þar vegna þess að engin ólögráða börn geta farið á skemmtistaði jafnvel þótt þau vildu sjálf?
Oddgeir Einarsson

Þakka þér bréfið Oddgeir. Þetta er til umhugsunar. Fróðlegt væri að heyra sjónarmið annarra á þessu ákalli Oddgeirs um umburðarlyndi gagnvart reykingamönnum.
Kveðja,
Ögmundur