Fara í efni

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. 

Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. 

Umræða um nýjan flugvöll í Hvassahrauni eða annars staðar á suðvestur horninu er því ekki umræða um varaflugvöll, heldur viðbótarflugvöll.  

Er ekki rétt að fara rétt með hugtökin svo allir skilji, bæði almenningur og stjórnmálamenn? 
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur 

Sæll Grétar og þakka þér fyrir bréfið. Ég er þér sammála að þessi umræða hefur afvegaleiðst eða öllu heldur hún hefur verið afvegaleidd enda snýst hún um það eitt að koma Reykjavíkurflugvelli úr Vatnsmýrinni.
Kveðja,
Ögmundur