Fara í efni

AFTURGÖNGUR Á KREIKI

Tuttugu ráðherrar, sem allir voru uppi á dekki þegar útrásarnökkvinn sökk með manni og mús, eru komnir á kreik einsog afturgöngur í zombie mynd til að ofsækja okkur, með stórfenglegu dómgreindarleysi sínu. Það er alþekkt hversu erfitt er að drepa afturgöngur, einkum og sér í lagi vegna þess að þær eru þegar dauðar. Áttatíu prósent lækkun lífeyrisgreiðslna vegna greiðslufalls ríkissjóðs, þegar Icesave bagginn skellur á þjóðinni, mun þó sennilega svelta hina "ódauðu" til þagnar.
Hreinn K