Fara í efni

Áfram Kristmennn Krossmenn

Sæll Ögmundur
Ég var að lesa pistilinn þinn frá 22/8, Einsog í Krossinum, um krossmenn samtímans. Við lesturinn varð ég svo innblásinn að ég lagfærði aðeins einn gamlan sálm svo hann hæfði betur stað og stund. Höfundarnafn hef ég valið mér: Stuttbuxur ehf.

Áfram kristmenn krossmenn
klár Davíð kóngur er.
Hans höfðingjar og hirðmenn
Halldór, Bush og Blair                            

Ps. Finnst þér ekki sérkennilegt að þegar íslenskir ráðherrar hafa lýst stuðningi við breska ráðherra og velþóknun á slátrun þeirra á hundruðum kvenna, barna og annarra saklausra borgara skuli sjávarútvegsráðherra Breta ganga fram fyrir skjöldu og fordæma Íslendinga fyrir að drepa nokkra hvali. Er Árni Matt. með svona vítt kok líka ???
Kveðja, Eiríkur