Fara í efni

ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ ÞOLA LANDSVIRKJUN YFIRGANGINN?

Sæll Ögmundur .
Eins og þú veist þá vill Landsvirkjun eyðileggja Þjórsá með virkjunum og hefur rétt okkur sveitamönnunum sleikibrjóstsykur að ekki eigi að selja orkuna til álvera. En það er annað sem er að ergja mig og ég spyr hver á Landsvirkjun? Ég hélt að við þjóðin ættum fyrirtækið eða svo hefur mér verið sagt. Nú er það svo að ekki er búið að sammþykkja að reisa þessar virkjanir en stjórn Landsvirkjunar er greinilega búin að ákveða það. Stjórn Landsvirkjunar er að byggja fjós og íbúðarhús að bænum Akbraut í Rangárvallasýslu og einnig er hún að koma sér upp áróðurshúsi í félagsheimiilinu í Árnesi og við skattborgarar þessa lands greiðum þetta allt með brosi á vör eða hvað ?? Hvernig er það með þá sem sitja í þesari ríkisstjórn og alla þá sem styðja hana á Alþingi, eru þessir aðilar slíkar gungur og druslur eins og maðurinn sagði hér um árið að ekki sé hægt að stöðva stjórn Landsvirkjunar? Við skulum gera því skóna að þessar virkjanir verði ekki reistar og þá spyr ég hver á þá fjósið og íbúðarhúsið,og hvaða heimild hefur stjórn Landsvirkjunar til að fara svona með almannafé því að bara þessi frammkvæmd á Akbraut kostar ekki undir 100 miljónum og þá er eftir vatnsveitan í Flóahreppi. Er þetta hægt Ögmundur og munt þú sitja undir þessari framgöngu stjórnar Landsvirkjunar?? Að lokum, á ekki VG. fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar og ef svo er er hann þá sammþykkur þessum aðgerðum og ekki segja að það sé ekki hægt að gera neitt til að stöðva þetta bruðl.
Baráttukveðja,
Viðar Magnússon

Þakka þér bréfið Viðar. Nei, mér finnst þetta með öllu óboðlegt.
Kv.
Ögmundur