Fara í efni

ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ LÁTA ALÞJÓÐA-GJALDEYRIS-SJÓÐINN STEYPA OKKUR Í GLÖTUN?

Ef vextir eru 25% einsog nú er á yfirdráttarskuldum hjá heimilum og fyrirtækjum, þá þýðir það að uppsafnað tvöfaldast skuldin á tveimur og hálfu ári.
Verðbólga er nú 5-6% og sennilega miklu minni, þar sem verðhjöðnun á húsnæðismarkaði mælist illa, þar sem engin hreyfing er á fasteignum, samkvæmt fasteignasölum. Sennilega er verðhjöðnun í raun á Íslandi.
Þeir hagfræðingar sem við höfum fengið til ráðslags (frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum) hafa sýn sem ENGIR hagfræðingar annars staðar deila með þeim. Alls staðar í veröldinni: USA, UK, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Japan, og svo framvegis eru vextir við núllið.
Af hverju ekki á Íslandi? Ef það kemur ekki svar við því, þá ber ríkisstjórn Íslands sem nú situr ábyrgð á falli þjóðarinnar, ekkert síður en þær sem áður sátu. Ríkisstjórnin hagar sér nákvæmlega einsog hinar: Hún trúir ekki eigin augum en hlýðir "sérfræðingum". Það hefur bara reynst illa hingað til og mun reynast katastrófa til framtíðar.
Ef ríkisstjórnin ætlar að hlýða IMF, þá mun hún leiða landið fram af hengifluginu á örfáum mánuðum.
mkv
Hreinn K.