Fara í efni

AÐ SLEPPA TAKINU

Að vera án sjálfsins er að vera sannur og það er sem nóboddíinn. Sá sem sækist ekki eftir einhverju er frjáls. Það sem þú sækist eftir bindur vit þitt, heltekur vit þitt og gerir þig að þræli þess sem þú sækist eftir. Að vera nóboddíinn er að hafa ekkert að óttast því ekkert getur hann misst því hann ásælist ekki völd og væntir einskis sem getur bundið og heft vit hans af hégómlegum hvötum. Megir þú nú Ögmundur minn loksins byrja að ferðast eftir sporlausum stíg því eftir honum hefur nóboddíinn margoft farið. Megir þú verða jafn óttalaus og nóboddíinn og verða ekki meint af. Orðstírinn skiptir engu ef þú ert án hugsunar um hann. Að sleppa takinu er allt sem þarf.
Nóboddinn