Fara í efni

Á YKKAR ÁBYRGÐ!

Ögmundur, í bréfi til síðunnar frá Kristjáni 2. nóvember: "ER ÁBYRGÐAR-LEYSI AÐ HAFNA ICESAVE?" kallar hann það þjóðrembu af fólki að vera andvígt Icesave. Kristján, Icesave er ólögleg kúgun AGS, Breta og Hollendinga, Icesave er einkaskuld einkafyrirtækis og stærsti skuldarinn er Björgólfur Thor hinn ríki Londonbúi. Íslenskir skattborgarar skulda engan veginn Icesave samkvæmt neinum lögum. Haltu þig við hluti eins og þeir eru og mæli með að þú lesir skrif fjölda lögmanna þar að lútandi. Ögmundur, í svari þínu til Kristjáns sagðir þú að Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt að borga það sem sett yrði upp í Icesave. Af hverju segirðu það? Af hverju viltu koma Icesave-nauðunginni yfir á Sjálfstæðisflokkinn eins og Steingrímur J. hefur lagst svo lágt að gera ítrekað? Þeir hafa margsýnt fram á að þeir sættust á skuldbindingu SAMKVÆMT LAGALEGRI SKYLDU OKKAR SEM VIÐ VITUM NÚ AÐ ER ENGIN. Og bankarnir vour nýfallnir og allt í kaldakoli og ruglingi. Þeir SKRIFUÐU EKKI UNDIR ICESAVE-NAUÐUNGINA sem Jóhanna Sig. og Steingrímur J. ætluðu að þvinga óséðu í gegnum Alþingi. Það eruð þið, NÚVERANDI STJÓRNVÖLD, sem verðið ábyrg fyrir nauðunginni ef þið samþykkið í Alþingi. Og það er of gegnsætt og óheiðarlegt að ætla að kenna öðrum um ykkar gjörðir, þó VG hafi erft erfiðleika. Samfylkingin erfði sko enga erfiðleika, þau voru sjálf í stjórn við stofnun Icesave, við fall bankanna og fall Icesave og eru enn við völd að fremja ófyrirgefanleg skemmdarverk gegn þjóðinni.
ElleE

Þakka þér bréfið. Ég hef alltaf tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í losti þegar hann gaf skuldbindingar fyrir okkar hönd sl. haust - marklausar því hann var beittur nauðung. Sjálfur Icesave samningurinn sem nú liggur fyrir er á ábyrgð núverandi stjórnar. Ég hef ekki neitað því. Ég hef hins vegar sagt að það eigi að vera okkar sameiginlega ábyrgð - allra floka - að finna lausn á þessu stóra máli.
Kv.
Ögmundur