Fara í efni

Á KÍNA AÐ GANGA Í EVRÓPU-SAMBANDIÐ?

Sögulega séð þá sveiflast gjaldmiðlar upp og niður hver gagnvart öðrum, enda er það tilgangur þeirra. Gjaldmiðill á meðal annars að vera barómeter á styrk efnahagslífs. Þannig eru sveiflur gjaldmiðils ekki merki um veikleika, heldur hitt að hann sé virkur og þjóni tilgangi sínum, sem stillingartæki og gefi auk þess upplýsingar til markaðsaðila um stöðu mála. Ef sú lógík sem nú er uppi að sveiflur gjaldmiðils merki að hann sé ónýtur, þá er hollt að skoða sveiflur ýmissa gjaldmiðla gagnvart EUR/DKK. Niðurstaða Evrusinna af því að skoða meðfyljgandi gröf væri væntanlega sú, að Svissneski Frankinn og Norska krónan væri ónýtir gjaldmiðlar og að Kína og Bandaríkin ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu ekki seinna en strax.
Hreinn Kárason