Fara í efni

Á BLEIKU SKÝI

Ný stjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur nú tekið við á Bessastöðum.

Áður var stjórnarsáttmálinn kynntur í bleiku bandi.

Gerðar verða breytingar á Stjórnarráðinu þar sem málaflokkum er sundrað en öðrum steypt saman á ákaflega sérviskulegan hátt. Duttlungar og stundarhagsmunir nokkurra einstaklinga látnir ráða. Virðingarleysi fyrir því fólki sem skákað er til eru engin takmörk sett.

Forsætisráðherra hefur valið að halda stefnuræðu sína á fullveldisdaginn 1. desember 2021.

Þar mun hún kynna sýn sína og stjórnarinnar á hvernig samfélagið muni þróast á næstu árum. Hraða á uppbyggingu innviða allt í einkaframkvæmd, í vegakerfinu, orkuskiptum, áhersla á nýsköpun og skattalækkanir. Sjávarútvegsmálin og stjórnarskráin eiga hins vegar að fara í nefnd.

Ekki fer mikið fyrir lífsýn sameignar og jafnaðar.

Það er með skýin enginn veit hvenær þau koma eða fara.

Bjarni