Fara í efni

Á AÐ BANNA KIRKJUNA?

Sæll Ögmundur.
Ég er mjög ánægður með störf þín sem innanríkisráðherra, og þá sérstaklega herferðina sem þú og ríkislögreglustjóri settuð af stað gegn glæpagengjum á borð við Hells Angels. Ég er mjög hlynntur bæði því að lögreglan megi beita forvirkum rannsóknarheimildum gegn þessum samtökum, sem ítrekað hafa brotið á mannréttindum fólks, og sömuleiðis því að banna samtökin hér á landi. Og helst öll svipuð samtök. Hins vegar finnst mér að það megi gera slíkt hið sama við kirkjuna, bæði þá kaþólsku og lútersku þjóðkirkjuna. Það hefur sýnt sig að sama hverju er haldið fram uppi á yfirborðinu, þá ríkir í þessari stofnun mikil glæpahneigð og þá sérstaklega meðal þeirra sem völdin hafa og þá er sér í lagi um að ræða presta. Það má í raun fullyrða að glæpir kirkjunnar séu mun alvarlegri en Hells Angels því ekki veit ég til þess að Hells Angels hafi stundað barnaníð, hvorki hér á landi né erlendis, auk þess sem meðlimir samtakanna hafa engin opinber völd. Glæpir þeirra eru því, ef svo má segja, framkvæmdir niðri í grasrót samfélagsins, á meðan glæpir kirkjunnar eru framdir efst í píramídanum. Hvernig er það, fyrst þú og þínir félagar, hafið reynst íslensku samfélagi svona góðir í baráttunni gegn glæpum, getum við Íslendingar ekki treyst því að næsta verk verði að banna kirkjuna? Með von um svör og helst aðgerðir sem fyrst, bestu kveðjur,
Magnús Þ. M. ´

Víðar hefur reynst pottur brotinn en menn áður ætluðu. Þú nefnir kirkjuna sérstaklega, en bæta má við félagasamtökum, ýmsum skólum og uppeldisstofnunum. Verkefnið er að tryggja skipulag sem upprætir ofbeldið - er í senn fyrrirbyggjandi og tekur á því sem þegar er orðið. Markmið mitt í starfi sem sem innanríkisráðherra er að stðula að slíku fyrirkomulagi í trúarsöfnuðum sem í öðrum samtökum - en ekki uppræta þau eða banna  sem slík.
Kv.
Ögmundur