Fara í efni

ÓLÖGLEGIR ÁFENGISSALAR SÆKJA Á UNGLINGA Í SKJÓLI STJÓRNVALDA

Í mjög athyglisverðri grein eftir Árna Guðmundsson, félagsuppeldisfræðing og sérfræðing í æskulýðsmálum, á vefmiðlinum vísi.is, kemur fram að ógnvænleg þróun sé að eiga sér stað í áfengisneyslu ungmenna. Hún aukist hröðum skrefum og það sem alvarlegt hlýtur að teljast, ólöglegir áfengissalar gerist sífellt ágengari gagnvart börnum og unglingum. Könnunin var gerð á meðal starfsfólks félagsmiðstöðva.

Eftrifarandi kemur fram í grein Árna Guðmundssonar:

“Þegar að spurt var um hvar ungmenni nálgist áfengi þá kemur afar skýrt fram að (erlend) netsala áfengis (ólögleg smásala) er nú þegar orðin stór aðili á þessum „markaði“ og hefur auk þess einhverskonar forgjöf frá yfirvöldum, fyrirtækin eru látin algerlega óáreitt … “

Árni segir í grein sinni að sér hafi borist til eyrna að “margir áfengisframleiðendur/salar væru ítrekað, með öllum tiltækum ráðum, að reyna að koma sér fyrir á samfélagsmiðlasíðum félagsmiðstöðvanna. Lægra verður ekki komst í ólöglegri markaðsetningu, þessir aðilar virða engin mörk, reyna að planta sér inn í nærumhverfi ungmenna, 13- 15 ára barna.

Og undir lok greinarinnar segir Árni: “Áfengisiðnaðurinn og eða áfengissalar geta því huggað sig við það að þeim er að takast það sem flest allir aðrir hafa varað við. Að stuðla að aukinni áfengisdrykkju meðal barna eins og þessar niðurstöður benda ótvírætt til. Smásala áfengis í gegnum net er orðin hluti af tilveru 13-15 ára barna. Þetta er gert í einhverskonar skjóli yfirvalda sem bregðast ekki við...

Hér er slóð á grein Árna Guðmundssonar sem ég hvet lesendur til að kynna sér, meðal annars tölulegar upplýsingar sem þar koma fram: https://www.visir.is/g/20242567945d/thar-sem-er-reykur-thar-er-

----------------------------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.