Fara í efni

GAGNRÝNAR UMRÆÐUR FÆRAST Í VÖXT

Að undanförnu hef ég stundum haft orð á því að gagnrýnin umræða virðist vera heldur að færast í vöxt í okkar hluta heimsins. Þar sé að þakka einstaklingum sem láta ekki matreiðslumeisatara valdakerfanna mata sig gagnrýnislaust heldur hugsa sjálfstætt, afla sér upplýsinga og beita síðan eigin dómgreind.
Ég mun hitta nokkra slíka einstaklinga á opnum fundi í Osló á laugardag og er dagskrána að finna hér: Dagskrá
Ég mun síðar segja frá því sem fram fer´á ráðstefnunni sem ber yfirskriftina, Fjölmiðar í skugga stríðs. Ég mun í upphafi ráðstefnunnar spjalla við bandaríska fræðimanninn og þjóðfélagsrýninn Jeffrey Sachs en það samtal mun fara fram um fjarfundabúnað því hann verður staddur í Peking þennan dag. Sjálfur mun ég fjalla um "gleymd stríð", ofbeldi sem framið er í skugga þöggunar. 

Ég vek athygli á að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.