Greinar Júlí 2019

Eins og ég vék að á heimasíðu minni í gær stóð til að sækja tónleika þeirra Hlínar Pétursdóttur Behrens, söngkonu, og Ögmundar Þórs Jóhannessonar, gítarleikara, í Hóladómkirkju í gær. Það gekk eftir og gott betur því einnig var sótt messa hjá vígslubiskupi, Sólveigu Láru Guðmundsdóttur, og inn á milli var boðið upp á messukaffi af bestu gerð. Allt var í þetta í boði Hóladómkirkju og Guðbrandsstofnunar og í gæðaflokki eftir því. Tónleikarnir voru að mörgu leyti sérstakir og verða eftirminnilegir, lagavalið, fjölbreytt og skemmtilegt, söngurinn afbragðsgóður og gítarleikurinn að sama skapi. Næstu tónleikar þeirra Hlínar og Ögmundar Þórs verða í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði, 7. ágúst, klukkan 20:30 og í ...
Lesa meira

Ekki er það beinlínis hin hefðbundna Hólahátíð sem dregur mig í dag Heim að Hólum eins og þar stendur. Viðburðir dagsins á Hólum í dag munu þó án efa rísa undir hátíðarheitinu. Að lokinn messu klukkan tvö og messukaffi verður klukkan 16 efnt til tónleika þar sem fram koma þau Hlín Pétursdóttir Behrens, söngkona og Ögmundur Þór Jóhannesson, klassískur gítarleikari ...
Lesa meira

Herinn sem hvarf af landi brott árið 2006 er að snúa til baka. Og ef hann snýr til baka – og ég endurtek ef af verður, ef ekki verður gripið í taumana - þá verður það í boði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst. Við vitum allt um dapurlega sögu Sjálfstæðisflokksins í þessu efni og tilhneigingu innan Framsóknar til undirgefni gagnvart NATÓ þótt þar hafi einnig löngum verið annar þráður og betri, oftar en ekki að vísu illgreinanlegur. Þá er VG eftir. En hvað heyrum við þaðan? ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.07.19.
Í nóvember árið 2011 flutti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þáverandi alþingismaður, eftirfarandi þingsályktunartillögu á Alþingi og fylgdi ítarleg og vönduð greinargerð:
“Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða lög og reglugerðir er varða uppkaup á bújörðum og öðru nytjalandi, svo og óbyggðum. Markmið með endurskoðuninni verði m.a. ...
Lesa meira

Mig langar til að þakka öllum þeim sem sendu mér kveðju í tilefni afmælis míns í dag - friends abroad thank you for your greetings. Ég óttast að ég muni ekki komast yfir að þakka hverju og einu ykkar sem sendu mér kveðju þótt ég gjarnan vildi. Þess vegna þessi þakkarkveðja til ykkar allra. Deginum höfum við varið með fjölskyldunni í bústað okkar undir Mosfelli, austast í Grímsnesi. Ég fékk dýrindis afmælisgjöf frá barnabörnum og frændsystkinum ...
Lesa meira

Mér er minnisstætt samtal við konu frá Filippseyjum sem ég átti fyrir ekki svo ýkja löngu. Hún starfar fyrir alþjóðaverkalýðshreyfinguna í Genf og er barátta fyrir mannréttindum einkennandi fyrir þankagang hennar. Nema þá helst hvað varðar hennar ættjörð. Við spjölluðum margt: “Hvers vegna kjósa Filippseyingar annan eins drullusokk og ofbeldismann sem forseta lands síns?”, spurði ég. Þögn.Svo svar: “Það hlýtur að vera einhver ástæða.” ...
Lesa meira

Í vikunni hef ég verið á ferð á svæðinu við Bodensee í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi. Þetta er mjög skemmtilegt svæði, merki um rótgróna menningu Mið-Evrópu hvarvetna að sjá – og landið yndislegt, tindar Alpanna víða sýnilegir, akrar, skóglendi, hæðótt land og slétt ber fyrir augu þegar ekið er um glettilega mjóa sveitavegina. Þegar umferðin var mikil hægði á henni þannig að bílalestirnar siluðust áfram. Svo rættist úr og hraðinn varð skaplegur. Svipað og á íslenskum vegum, hægagangur á almestu annatímum en síðan greiðfært. Ég ákvað að segja engum frá þeim Jóni Gunnarssyni fyrrum samgönguráðherra og Sigurði Inga núverandi samgönguráðherra sem eiga lausn ...
Lesa meira

Reichenau er eyja sem gengur út í Bodensee vatnið, ekki langt frá borginni Konstanz sem er við landamæri Þýskalands og Sviss. Reichenau er kölluð eyja þótt hún sé landföst við meginlandið. Aðeins örgrannt eiði tengir eyju og land. Þarna er að finna þrjár ævagamlar kirkjur og þeim tengd voru klaustur einnig á fyrri tíð. Elsta kirkjan er frá áttundu öld en hinar tvær voru einnig byggðar mjög skömmu síðar og er þá að vísu hugsað í öldum. Mjög fróðlegt var að ...
Lesa meira


Það er margt að sjá við Bodensee vatnið í Þýskalandi. Þar er borgin Konstanz sem að hluta til er í Þýskalandi og hluta til í Sviss. Ekki langt frá er smábærinn Bodman. Þar býr listamaðurinn Peter Lenk sem sameinað hefur í ótrúlega magnað listform höggmyndagerð og ádeiluskopmyndir ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 06/07.07.19.
...En hvað skyldi hinu glaðbeitta unga baráttufólki hafa fundist um nýafstaðna heræfingu NATÓ hér á landi og um tilgangslaust loftrýmiseftirlit yfir Íslandi sem fyrst og fremst er sú leikfimisæfing hernaðarbandalags að hnykla vöðvana – um leið og það stígur mengunarsporið dýpra á einum degi en allir bændur Íslands hafa gert samanlagt í þúsund ár, en sem kunnugt er segja stjórnvöldin bændur bera meiri ábyrgð á hlýnun jarðar en aðrir menn hér á landi ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum