Greinar Apríl 2018

... Hvað vakir fyrir þessu fólki; að komast til botns í
tilteknum kvörtunarmálum eða eyðileggja framboð Íslands? Ég hallast
að hinu síðarnefnda. Það skýrir hve iðnir þingmenn eru við
kolann. Fullyrðingar og aðdróttanir, sem varla geta talist
annað en ærumeiðandi komu fram á þessum undarlega sjónvarpsfundi,
án þess að forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi fengið tækifæri til
að standa fyrir máli sínu frammi fyrir nefndinni. ...
Lesa meira
Um nokkurra vikna skeið höfum við
fylgst með deilum sem snúa að barnaverndarmálum, skipulagi
málaflokksins, samskiptum stofnana og mismunandi aðila innan
kerfisins. Inn í þessar deilur steig nýr velferðarráðherra,
Ásmundur Einar Daðason, við stjórnarskiptin sl. haust. Nú hefur
þess verið krafist að hann segi af sér embætti! Á hvaða forsendum
skyldi slík krafa vera reist? En áður en ég vík nánar að kröfum um
afsögn langar mig til að hafa örfá orð um eigin reynslu ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
28/29.04.18.
Smám saman rennur upp fyrir okkur sú kreppa sem heimurinn er í;
hve vanmegna hann er frammi fyrir stríðsátökum og ofbeldi. Árás
þriggja NATÓ-ríkja á Sýrland minnir á þetta og þá ekki síður
yfirlýsingar stjórnmálamanna í kjölfarið, hér á landi sem annars
staðar. "Alþjóðasamfélagið brást því Öryggisráðið náði ekki
samkomulagi", segir einn, "þetta var víðbúið", segir
forsætisráðherra, og "skiljanlegt" segir utanríkisráðherrann, "því
miður erum við ekki komin með nýja stjórnaskrá, annars hefði
Alþingi rætt málið", segir stjórnarandstaðan ...
Lesa meira
Birtist á visir.is 24.04.18.
Í maí á síðasta ári var efnt til opins borgarafundar í Iðnó í
Reykjavík um málefni eldra fólks með sérstakri áherslu á
heimaþjónustu og mannréttindi.
Fullt var út úr dyrum á fundinum og
í kjölfarið rigndi yfir okkur, sem fram komum þar, fyrirspurnum og
hvatningu um að halda málefninu á lofti. Það kom ekki á óvart.
Aðhlynning aldraðra snertir ekki aðeins hinn aldraða einstakling
heldur aðstandendur einnig. Ég stend í þeirri trú að allir
stjórnmálaflokkar, alla vega þeir sem komnir eru til ára sinna,
hafi lofað ...
Lesa meira
Birtist I Morgunblaðinu 23.04.18.
... Fram kom að það væri mat velferðarsviðs að ekki væri
nægilega margt fólk að sinna verkefninu miðað við umfang þess og
fjölgun aldraðra. Með öðrum orðum, þróunin stefnir niður á
við. Með öðrum orðum, margrómað valkvætt ævikvöld er
einfaldlega ekki fyrir hendi hjá því fólki sem um langt árabil
hefur verið lofað slíku í ellinni. Annars vegar er ekki nægilega
vel búið að stofnunum aldraðra af hálfu fjárveitingavaldsins - og
hefur svo lengi verið með undantekningum þó - og þjónusta við
aldrað fólk sem býr heima er langt frá því að vera fullnægjandi og
stefnir niður á við. Þess ber þó að geta ...
Lesa meira

Á fimmtudag klukkan 13- 17 efnir Sjúkraliðafélag íslands til
ráðstefnu á Hótel Natura, um réttindi aldraðra með áherslu á
þjónustu. Ég hvet alla sem eru áhugasamir um málefnið að kynna sér
dagskrána sem er að finna í slóð hér að neðan auk leiðbeininga um
hvernig hægt er að skrá sig á ráðstefnuna. Þau sem þetta málefni
brennur á vita hve mikilvægt það er. Fyrr eða síðar brennur
það á okkur öllum ...
Lesa meira

Í Silfri Egils í dag var rætt talsvert um
nýafstaðnar árásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka á Sýrland, að
sögn til að senda "skýr skilaboð um að notkun efnavopna yrði aldrei
liðin". Öll árásarríkin hafa haft efnavopn og sýklavopn í
sínum vopnabúrum. En látum það liggja á milli hluta, þótt
siðferði og tvískinningur eigi náttúrlega aldrei að liggja á milli
hluta. En tvískinningur í fréttaflutningi var hins vegar mál
málanna í umæðunni í Silfrinu í dag. Í því samhengi vísaði ég í
athyglisverð skrif Jonathans Cooks ...
Lesa meira

... Eamonn Butler er náttúrlega fyrst og fremst traustur og
staðfastur vinur einkavæðingar og þeirra sem hagnast á henni og því
við hæfi að Samtök atvinnulífsins bjóði honum að flytja sérstakt
heiðursávarp við opnun þings samtakanna. Verst að Adam Smith
Institute, sem Eamonn Butler veitir forstöðu, er engin sérstakur
vinur reynsluvísindanna. Það hlýtur að teljast ókostur, sérstaklega
þegar verið er að tala fyrir tiltekinni stefnu gagnvart
stjórnvöldum; að henni beri að koma í framkvæmd. Og í þeim tilgangi
er Eamonn Butler kominn hingað til lands, til að styðja við bakið á
íslenskum atvinnurekendum í baráttu þeirra fyrir einkavæðingu. En
aftur að reynsluvísindum ...
Lesa meira

... Nú eru alvöru fréttamenn smám saman að koma á svæði í
Sýrlandi
sem hafa verið þeim meira og minna lokuð - ekkert sérstaklega
eftirsóknarvert að fara inn á svæði þaðan sem við höfum séð
afhoggin höfuð erlendra fréttamanna á undanförnum misserum. Einn
þeirra fréttamanna sem nú eru komnir á vettvang er Robert
Fisk, hinn virti og margverðlaunaði fréttamaður margra
vestrænna fréttamiðla í Mið- Austurlöndum frá áttunda áratugnum,
aðalfréttaritari Independent í þessum heimshluta frá 1989. Hann
setur fram alvarlegar efasemdir við yfirlýsingar árásarríkjanna
þriggja eins og lesa má um í frétt hans sem hér að neðan má
nálgast. Íslenskir stjórnmálamenn hafa verið ósparir á
yfirlýsingar síðustu daga ...
Lesa meira

Ríkisstjórn Íslands ber siðferðileg skylda til að
fordæma villimennsku Bandaríkjamanna, Breta og Frakka sem í
nótt gerðu eldflauga- og loftárásir á Sýrland.
Árásirnar voru gerðar á sama tíma og sérfræðingar OPCW,
alþjóðastofnunar sem beitir sér fyrir banni efnavopna, voru
væntanlegir til Sýrlands að hefjast handa um rannsóknir sínar.
Sú spurning vaknar hvort tímasetning árásanna sé til að
torvelda að RAUNVERULEG rannsókn fari fram á
meintri efnavopnaárás og í framhaldinu hverjir beri þar ábyrgð
ef sannast að efnavopnum hafi verið beitt.
Evrópusambandið styður árásirnar og er athyglisverður sá tónn sem
áður hefur heyrst frá þeim bænum ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum