Greinar Nóvember 2013

Stórskemmtilegt viðtal er í helgarblaði Fréttablaðsins við
Ragnar Kjartansson, myndlistarmann. Mæli ég með lestri þess.
Lesandanum er sagt að viðtalið hafi verið tekið daginn sem
uppsagnirnar á RÚV voru tilkynntar og að Ragnari hafi verið mikið
niðri fyrir vegna þeirra:
"Að tala um þjóðmenningu á meðan nánast er verið að skera
á tengslin við íslenska tungu er út í hött. Auðvitað getum við svo
sem verið hérna og hugsað bara um auðlindirnar en ekkert um
samfélagið, veitt fisk og selt túristum vöfflur og farið síðan heim
og horft á amerískt skemmtiefni. En þá getum við tæplega kallað
okkur sjálfstæða þjóð, það er menningin sem skilgreinir okkur. Ég
get sagt þér eina dæmisögu um það. Rétt eftir hrun var ég á
Sundance-kvikmyndahátíðinni og fór í kvöldverð heim til Roberts
Redford. Þar sat sá mikli bissnessmaður George
Soros...
Lesa meira

Í dag lauk í Strasbourg vel heppnaðri ráðstefnu um lýðræðismál.
Skráðir ráðstefnugestir voru um tvö þúsund talsins en
ráðstefnuhaldið fór að verulegu leyti fór fram í málstofum.
Sumar þeirra voru fjölmennar, allt að tvö hundruð manns eins
og þeirri sem ég tók þátt í með framlagi en hún fjallaði um
beint lýðræði.... Ég hélt því fram í mínu máli að lýðræði og þar
með talið beint lýrððæði byggði á grundvallarrétti fremur en að
skynsemsirök lægju þar að baki. Fulltrúalýðræði væri hins vegar
praktísk lausn, sem kæmi til með að þoka fyrir beinu lýðræði eftir
því sem tæknin opnaði okkur möguleika til þess að koma því við. Ég
hafði í fórum mínum eftirfarandi texta ...
Lesa meira

...Mitt framlag snýr að beinu lýðræði og hvaða áhrif ætla megi
að það hafi á stjórnmálaflokka þegar fram líða stundir. Ráðstefnan
sjálf er afar viðmikil og í tengslum við hana er efnt til
margvíslegra funda og málstofa um tengd efni. Sem
innanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili beitti ég mér mjög fyrir
því að efla hvers kyns rafræna þjónustu og búa í haginn fyrir
rafrænt lýðræði. Auk lagabreytinga og frumvarpa sem sum hver bíða
enn afgreiðslu, var efnt til mikillar umræðu um lýðræðismálin. Ég
læt hér fylgja nokkrar ...
Lesa meira
Í gær fór fram síðasti opni fundur Stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar Alþingis um rannsóknarskýrslu Alþingis um
Íbúðalánasjóð. Þar sátu fyrir svörum Árni Magnússon,
félagsmálaráðherra á árunum 2003-2006, og síðan Sveinn Arason,
ríkisendurskoðandi, Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur hjá
Ríkisendurskoðun, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins og Íris Björnsdóttir, sérfræðingur hjá því
embætti. Umræðuna má nálgast ...
Lesa meira

... Hvers vegna eiga karlmenn sem fengu góða kosningu í
prófkjöri að þurfa að sitja undir slíkum svívirðingum? Mér er spurn
hvort þetta sé til þess fallið að styrkja jafnréttisbaráttu. Ég
held þvert á móti að svona tal grafi undan henni. Svona á hvorki að
tala um karla né konur. Það er hins vegar allt önnur saga að
tryggja á sem jafnasta aðkomu kynjanna að stjórn sveitarfélaga og
ríkisins. Þar þokaðist fram á við undir lok síðustu aldar og er enn
að gerast. Það gerðist þó aðeins vegna ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17.11.13.
Í
vikunni sat ég fund félagsmálanefndar Evrópuráðsins; og einnig
undirnefndar þeirrar nefndar sem fjallar sérstaklega um
kynferðisofbeldi gegn börnum. Fundurinn var haldinn í Genf í Sviss
og voru kallaðir til sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem
þar halda til, auk aðkomumanna. Þeirra á meðal var Hollendingur,
Hans Guyt að nafni, frá samtökum sem vinna gegn barnaníði.
Þessi samtök komust nýlega í fréttir eftir að þau létu búa
til ...
Lesa meira

Í morgunþætti sínum Sjónvarpinu í gær minnti þáttastjórnandinn,
Gísli Marteinn Baldursson, okkur á það með ákafa sínum að hann er
sjálfur nývolgur úr borgarpólitíkinni þar sem hann var einn
ákafasti talsmaður þess að loka Reykjavíkurflugvelli. Minnti hann í
tvígang á "samkomulag" borgarstjóra og innanríkisráðherra. Ég vil
af því tilefni minna á að samkomulag núverandi innanríkisráðherra
er sagt byggja á samkomulagi sem ég gerði sem þáverandi
innanríkisráðherra við borgina í apríl á þessu ári. Svo er ekki og
hef ég ...
Lesa meira

...Fundurinn var mjög upplýsandi. Þegar á heildina er litið
hefur raungildi fjárveitinga til embættisns haldist óbreytt á
undanförnum árum. Á þessu fjárlagaári kom tímabundið framlag til að
vinna upp hala og standa straum af kostnaði við fræðsluefni. Nú er
hins vegar gert ráð fyrir niðurskurði. Það myndi hafa í för
með sér mannfækkun hjá embættinu og lengri biðtíma eftir
úrlausn mála sem eru til meðferðar.
Forsætisnenfd Alþingis hefur gert tillögu um að úr þessu verði
bætt. Á fundinum hvöttu einstakir þingmenn til þess að ....
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu
10.12.13.
.. .Mikilvægt er að
fresta enn um sinn þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota
tímann til að taka allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í
heild sinni og leita heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til
þess eru ríkar forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda
til að gæta hagsmuna okkar sem borgum brúsann! ...
Lesa meira

...Að mörgu leyti finnst mér áhugavert að fá þessar tvær ólíku
bækur fram. Það má vel vera að það sé til góðs að búa í haginn
fyrir söguskrifara framtíðarinnar með því að fá svart á hvítu
upplifanir þátttakenda í sögulegri atburðarás og sýn þeirra á
samferðamennina og þá einnig á sjálfa sig. Kannski er hið
síðastnefnda fróðlegast.
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum