AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2003
Blessaður Ögmundur.
Ég þakka hlý orð í minn garð. Kosningabaráttan er hrein skemmtun að
verða finnst mér. Á dögunum var til dæmis sett upp sýning á gömlum
áróðurspésum og slagorðum og vekur þar hvað mesta athygli bláa
höndin. Anzi hreint hittinn sem hann er Hallgrímur Helgason.
Ólína
Lesa meira
Nýjasta nýtt frá Írak er að frelsurunum sem sögðust vera að
frelsa kúgaða Íraka og boða þeim lýðræði og mundu síðan hverfa til
síns heima hefur nú snúist hugur - þó marga kunnuga hafi alltaf
grunað að ætlanir innrásaraðilana hafi aldrei verið jafn göfugar og
þeir reyndu að ljúga til um.
Helgi G. Helgason
Lesa meira
Ég sé ekki betur en síðan þín sé að verða ein sú alfjörugusta.
Ég vil þakka þér fyrir þínar greinar en einnig finnst mér mjög
góðar greinar sem birtast á síðunni undir Frjálsum pennum og
fjölmiðlagagnrýni og sum lesendabréfin eru mjög góð og
greinilega góðir pennar þar á ferð þótt ekki séu þeir allir
auðkennanlegir.
Kveðja, Sig. Jónsson
Lesa meira
Sæll.
Hvað finnst þér um þessa frétt? http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1028023
Kveðja, Sigurður
Lesa meira
Er mikið að pæla í að kjósa ykkur, en ég hef svolítið verið að
pæla í þessari fyrningarleið og hef mínar efasemdir um hana að því
leyti að þetta verði of mikið ríkis- og sveitarfélagabatterí og
hvort að kunningja- og hagsmunatengsl eigi ekki eftir að ráða miklu
líka ef sú leið verður farin. Er líka dauðhræddur við það ef
Frjálslyndi flokkurinn fær sjávarútvegsráðuneytið af því að mínu
mati fara þeir alltof hratt í breytingarnar og mikil hætta verður á
að ofveiði.
Kveðja, Hinrik Jón Stefánsson
Lesa meira
Sæll Ögmundur, Ég vildi einungis óska þér alls hins besta í
komandi kosningum. Sjálfur er ég eindreginn frjálshyggjumaður - en
ég ber virðingu fyrir þér og öðrum sem ekki eru umbúðinar einar
eins og Samfylkingin.
Ásgeir Gylfason
Lesa meira
Daginn. Langar að spyrja þig. Hvernig sérðu fyrir þér stöðu
Íslands í heimsmálum eftir 10-20 ár? Ég er þá að meina t.d.
innganga í Evrópusambandið eða úrsögn úr NATO og þess háttar. Takk
og bæ.
Bjarni Sveinsson
Lesa meira
Kæri Ögmundur! Nú þegar bandarísk stjórnvöld hafa að mestu
kastað lýðræðisgrímunni - a.m.k. hvað alþjóðasamfélagið snertir -
og bandaríski herinn fremur níðingsverk í fjarlægum löndum er ekki
kominn tími til að hefja baráttuna gegn veru þessa sama hers hér á
landi aftur hærra í umræðuna?
Bestu kveðjur, Haukur Þorgeirsson
Lesa meira
það er margt áhugavert á vefnum og
margt óáhugavert í helstu fjölmiðlum. Mig langar
tilað vekja athygli á vefslóð frá fyrrum hermönnum Bandaríkjahers
og hefur fjöldi annarra hermanna skrifað undir plaggið (sjá til
vinstri á vefslóðinni sem ég sendi með þessu bréfkorni). Þeirra
sjónarmið eru sérstaklega áhrifarík finnst mér þar sem þeir hafa
tilheyrt heilaþvegnasta hópi Bandaríkjanna, hernum. http://www.calltoconscience.net/
með kveðju
Þórdís
Lesa meira
Það er merkilegt hvað forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar
gerist glöggsýn þegar hún ríður um Borgarfjarðarhérað. Þetta gerist
einkum og sér í lagi á þingfundum hennar í Borgarnesi - þá er eins
og hún öðlist svo mikið innsæi í vandamál þjóðfélagsins að engu er
líkara en hún hafi þúsund augu - eða nákvæmlega eins mörg og löndin
eru í "Nallanum" sem við róttæklingarnir syngjum af heilum hug á 1.
maí.
Þjóðólfur
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum