Fara í efni

VILFREÐ

Nýlega  varð til nýr meirihluti í borgarráði og vakti athygli: Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. En þetta var ekki í fyrsta sinn; staðreyndin er sú að allt kjörtímabilið hefur  þessi stjórnmálaflokkur látið á sér kræla í borgarstjórn eða allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann 1994. Í borgarstjórn voru þá eins og kunnugt er tvær fylkingar; Sjálfstæðisflokkurinn  og Reykjavíkurlistinn. Fljótlega varð til í einu og einu máli bandalag þeirra félaga. Það er ein skýringin á ofurvöldum Alfreðs Þorsteinssonar að Vilhjálmur hefur alltaf stutt hann þegar Reykjavíkurlistinn hefur viljað setja honum skorður. Skarpur maður sem var skyggn á pólitík kallaði þennan stjórnmálaflokk Vilfreð.  Sá flokkur er nú að hverfa reyndar en ef Vilhjálmur verður borgarstjóri á sunnudaginn þegar talið hefur verið upp úr kössunum verður einn maður glaður; Alfreð Þorsteinsson framkvæmdastjóri sjúkrahúsbyggingarinnar neðan við Hringbraut.
Sigurður Bjarnason