Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Október 2003

Setningarræða 40. þings BSRB

Við höldum þetta þing undir kjörorðinu Réttlátir skattar – undirstaða velferðar. Með þessu viljum við undirstrika tvennt: Annars vegar minna á að til þess að geta rekið öfluga og góða velferðarþjónustu er þörf á að afla ríki og sveitarfélögum skatttekna og hins vegar viljum við leggja áherslu á hve mikilvægt er að það skattkerfi sem við búum við sé réttlátt – menn séu skattlagðir eftir efnum og ástæðum.

Einn kommi er einum of margir

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur gagnrýnt samstarfsmenn sína – suma hverja – fyrir að sýna Bandaríkjastjórn óvild og almennt fyrir að draga taum vinstrimennsku í fréttaflutningi og við þáttagerð.

Hamfarir af mannavöldum en Ísland þegir

  Í fréttum í morgunsárið var sagt frá enn nýjum árásum ísraelska hersins á flóttamannabúðir á Gaza svæðinu.

Eru allir jafn sekir?

class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt">Birtist í Morgunblaðinu 13.10.2003Þegar við látum hugann reika aftur í tímann veltum við því held ég flest oft fyrir okkur hvers vegna ekki urðu fleiri til að rísa upp og andæfa mestu og alvarlegustu glæpaverkum mannkynsins.

Hver er afstaða ríkisstjórnarinnar til mannréttindabrota í Palestínu?

Birtist í DV 13.10.2003Ljóst er að ástandið í Palestínu er löngu orðið geigvænlegt – en versnar þó enn. Undarlegt er hve dofinn heimurinn virðist vera gagnvart þeirri atburðarás sem við verðum nú vitni að.

Tekið ofan fyrir Morgunblaðinu

Ég mun aldrei gleyma yfirlýsingu eins gamals frænda míns þegar hann lá banaleguna. Hann hafði verið mjög rauður í pólitík.

"Þar er þörf á stærstu hugarfarsbreytingunni"

Í nýútkominni Veru er fjallað um kynbundinn launamun, Kristjana Stella Blöndal, aðstoðarforstöðumaður Félagsvísindastofnunar og Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við Félagsvísindadeild HÍ skrifa mjög athyglisverða grein um launamun kynjanna; leitað er álits hjá formönnum heildarsamtaka launafólks um hvað sé til ráða til að draga úr kynbundnum launamun og sagt er frá rannsóknaritgerðum um efnið.

Eins og ekkert hafi í skorist!

Portúgalskir verkamenn við Kárahnjúka neituðu í gær að vinna nema hópurinn allur fengi hlífðarfört. Um var að ræða skófatnað og ullarsokka eftir því sem fram kom í fréttum.

Logsuðugleraugun og lögfræðingar frá Mílanó

Ef dæma skal af þeim lesendabréfum sem mér hafa borist í dag þá er fólki heitt í hamsi út af framkomu Impregilo og samstarfsaðila við verkamenn á Kárahnjúkum.

Sjónvarpsstöðvar við Kárahnjúka

Starf fjölmiðlamanna er mikilvægt. Þeir miðla upplýsingum og hafa veruleg áhrif við að móta farveg þjóðfélagsumræðunnar.