5 STAÐHÆFINGAR VG GEGN 5 STAÐHÆFINGUM FRAMSÓKNAR
Guðni gerir lesendum Morgunblaðsins grein fyrir áhyggjum sínum í fimm liðum og segir að eftirfarandi gæti hæglega gerst:
"1. EES-samningi verði sagt upp. EES er viðskiptabrú okkar til Evrópu, henni fylgja miklir peningar heim og atvinna í hálaunastörfum.
2. Að Íslendingar segi sig frá NATO-samstarfi.
3. Að útrás bankakerfisins verði stöðvuð.
4. Að með hækkuðum sköttum á fólk og fyrirtæki sjái undir iljarnar á atvinnulífinu úr landi.
5. Höfnun á virkjanir og alla stóriðju þýðir ásamt hinu sem upp var talið, atvinnuleysi og landflótta."
Þessu vil ég svara með eftirfarandi hætti:
1.
2. Það er rétt að VG telur hagsmunum Íslands ekki best borgið innan h
3. Hver hefur talað um að stöðva útrás bankakerfisins? Sjálfur sit ég í stjórn stærsta lífeyrissjóðs landsins, LSR, sem fjárfest hefur víða um lönd til þess að dreifa áhættu sinni sem mest. Þetta hef ég stutt. VG vill hins vegar traust og gott bankakerfi á Íslandi og vildum á sínum tíma halda einum þjóðbanka í eign þjóðarinnar, sem kjölfestu í fjármálalifi okkar og til þess að koma í veg fyrir að bankakerfið væri allt flutt úr landi. Því miður virðist eignarhald bankanna að miklu leyti hafa verið flutt út úr landinu og í mörgum tilvikum inn í erlend skattaskjól. Þetta virðist enginn nema VG treysta sér til að ræða opinskátt og veldur því trúlega auðmannaótti sem herjar á marga stjórnmálamenn. Þeir líta á það sem goðgá að leyfa sér að gagnrýna hina nýju milljarðarmæringa Íslands.
4. Hvar er að finna skattahækkunartillögur VG? Breytt skatthlutfall á fjármagnstekjur með nýju frítekjumarki, eins og VG hefur lagt til, myndi aflétta sköttum af öllum smásparendum í landinu, 90% núverandi greiðenda fjármagstekjuskatts! Stóreignafólkið myndi hins vegar verða látið sitja við sama borð og launafólk hvað skatthlutfall áhrærir. VG var andvígt því að aflétta hátekjuskatti eins og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerði og almennt höfum við gagnrýnt áherslur ríkisstjórnarinnar í skattamálum einfaldlega vegna þess að við viljum stuðla að jöfnuði, ekki ójöfnuði. Út á það ganga skattatillögur VG.
5. Við viljum hlífa atvinnulífi landsins við frekari ruðningsáhrifum stóriðjunnar. Þennsla og háa vexti má beinlínis rekja til stóriðjustefnu Framsóknarflokksins. Sá flokkur hótar nú áframhaldandi áherslu á stóriðju og styður næstum þreföldun í Straumsvík, nýtt álver á Húsavík og í Helguvík auk Reyðarálsverksmiðjunnar. Þetta styður Framsóknarflokkurinn og kallar þá öfgamenn sem gagnrýna þessa stefnu.
Hvor flokkurinn skyldi fylgja hófsamari, ábyrgari og réttlátari stefnu, Framsóknarflokkurinn eða Vinstrihreyfingin grænt framboð? Svari hver fyrir sig.