Fara í efni

Frá lesendum

Nýir kjölfestufjárfestar í Atlantsskipum

Undir myndinni af Atlantsskipum er alrangur myndatexti og ávallt skal hafa það sem sannara reynist: Nýir kjölfestufjárfestar í Atlantsskipum: Ögmundur Gróðdalín til vinstri, Össur Bisness til hægri.

Stolið frá höfundi Sovétríkjanna

Blessaður og sæll Ögmundur.Fyrirhuguðum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og álver við Reyðarfjörð hefur verið líkt við atvinnuuppbyggingu í Sovétríkjunum á tímum Stalíns.

Virkjunin mikla og velferðarkerfið

Blessaður Ögmundur.Það var þakkarvert að vekja athygli á ósmekklegum málflutningi utanríkisráðherra í umræðum um Kárahnjúkavirkjun á Alþingi í gær.

Af hverju þessi þögn um kjölfestu allra landsmanna?

Sæll ÖgmundurÍ ágætri grein í Fréttablaðinu 7. desember skýrir þú hvernig ríkisstjórninni tekst að sýna fram á stórkostlegan rekstrarafgang ríkissjóðs með bókhaldsbrellum á grundvelli yfirstandandi rýmingarsölu á eignum þjóðarinnar.

Hræddir og hrokafullir ráðamenn

Sæll Ögmundur.Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, skýtur nú föstum skotum á alla þá sem eru á móti Kárahnjúkavirkjun og raðar inn sjálfsmörkum í beinni útsendingu.

Eiga komandi kosningar að snúast um geðslag forsætisráðherra?

Sæll Ögmundur.Á köflum finnst mér þjóðmálaumræðan bæði ófrjó og þreytandi. Áberandi er að Samfylkingin virðist vera með forsætisráðherra á heilanum.

Vilja fá að vera með í stríði

Heill og sæll Ögmundur.Nú berast fréttir af yfirvofandi stórauknum framlögum úr sameiginlegum sjóðum okkar Íslendinga til NATÓ.

BSRB tryggi persónuvernd

Komdu sæll Ögmundur.Ég hlustaði með athygli á viðtalið við þig í morgunútvarpinu í gær um persónuvernd. Sjálf er ég í BSRB og er mjög ánægð með að samtökin skuli taka þetta málefni upp og hvet til þess að að haldið verði áfram á þessari braut.

R-listinn virði samninga

Sæll Ögmundur. Þú ert einn af þeim fáu stjórnmálamönnum sem ég hef haft trú á. Því langar mig til þess að spyrja þig hvort þér finnist ekki óþægilegt að þinn flokkur skuli vera aðili að R.lista samstarfinu núna þegar R.borg virðist ekki ætla að standa við hluta úr kjarasaming er gerður var við St.Rv í byrjun árs 2001 og gilda átti til 30.nóv 2005.Sigurbjörn HalldórssonKomdu sæll Sigurbjörn.Það er ámælisvert undir öllum kringumstæðum og hver sem í hlut á ef ekki er staðið við gerða samninga.

Gagnagrunnurinn og ráðherrann

Komdu sæll Ögmundur.Ég vil þakka þér fyrir að krefjast þess á Alþingi í gær að lögin um gagnagrunn á heilbrigðissviði verði endurskoðuð.