Fara í efni

BLÓÐBAÐ 2004

Á leiksviði andans ég yrki
og orðanna verð ég að leita,
hug minn og hjarta ég virki,
ég heiminum ætla að breyta.

Á sviðinu mikla er sýning,
sorgin fær reglur að virða;
vonleysi, vesöld og píning,
valdhafar börnin sín myrða.

Faðirinn fellir hér teppin,
færir mér allan þann hroða,
ég er svo helvíti heppinn
að hafa úr ýmsu að moða. 

 Kristján Hreinsson, skáld