Greinar

...Eitt af því sem hefur valdið deilum á alþjóðavettvangi er
hvort yfirlýsing af þessu tagi - sem segir aðgang að vatni vera
mannréttindi - gæti strítt gegn markaðshagsmunum; stangast á við
kröfur sem ríki höll undir fjármagnið vilja ætíð halda á lofti um
rétt fjárfesta til gjaldtöku fyrir vatn. Það er eitt að greitt sé
fyrir afnot af vatnsveitum hóflegt gjald byggt á hugmyndum um
almannaþjónustu, annað er heimila fyrirtækjum að gera vatn að
gróðalind... Þetta þekkjum við frá snauðum þriðjaheimsríkjum þar
sem fyrirtæki hafa fengið einkarétt á vatnsveitum og haldið
því fram að það stangaðist á við lög þegar almenningur nýtti sér
rigningarvatnið neyslu! Þetta er ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 27.07.10.
...Nokkur umræða spannst þessa daga
opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í
Kastljósi sjónvarpsins þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans.
Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að
ræða pólitísk hitamál landsmálanna opinberlega og forsætisráðherra
kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á
torg...Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur um ...að sofa
á verðinum og stundum er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram
lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið
reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og
á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En
þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að
vakna...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 23.07.10.
...Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES.
Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar
óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB.
Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er
annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á
tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í
þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég
margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES
samninginn, að ...
Lesa meira

Í mínum huga leikur enginn vafi á því að almeningur á Íslandi
- yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar - er andvígur því að selja
auðlindirnar í hendur fjármálamanna og veita þeim yfirráð yfir þeim
hvort sem í formi beins eignarhalds eða ráðstöfunarréttar til mjög
langs tíma. Nákvæmlega það mun þó gerast með orkuauðlindir
Reykjanesskagans ef ríkisstjórnin grípur ekki í taumana
strax. Um aðgerðarleysi í þessu máli mun aldrei verða sátt.
Til marks um að þjóðin sé að vakna til vitundar um hve
brýnt það er að stöðva einkavæðingu
orkuiðnaðarins er undirskriftasöfnun sem hrundið hefur
verið af stað á netinu: http://orkuaudlindir.is/ ....
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 15.07.10.
...Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun
nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem
hann kallar fallinn "Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar
skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta
Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga "hönd í hönd inn í hamingjunnar
lönd" ...Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til
markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn
kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá
mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má
vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum
skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að
Evrópusambandinu. En að gera þau að ...
Lesa meira

Unnur Kristjánsdóttir, formaður nefndar um erlenda fjárfestingu,
segir mig hafa farið með rangt mál í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld
og segir að ég hafi fullyrt að íslensk lög heimili ekki að erlendir
aðilar eigi í orkufyrirtækjum hér á landi...Í greinargerð með lögum
um erlendar fjárfestingar segir m.a.: ...Ástæðan
fyrir því að íslenskt atvinnufyrirtæki undir erlendum yfirráðum er
í frumvarpinu skilgreint sem erlendur aðili er sú að þannig á að
reyna að girða fyrir að erlendur aðili geti farið bakdyramegin inn
á svið þar sem fjárfestingu erlendra aðila eru skorður settar. Ella
gæti erlendur aðili fyrst stofnað eða fjárfest í atvinnufyrirtæki
hér á landi sem þar með teldist íslenskur aðili og það fyrirtæki
síðan fjárfest á umræddu sviði.....
Lesa meira

...Á vissan hátt má líta á stöðu okkar sem þjóðar í stríði. AGS
er hér á landi vegna utanaðkomandi þvingana. Það vita allir og eiga
að viðurkenna. Við viljum öll losna við AGS sem fyrst. Það
hefur marg oft verið sagt. En þar til það gerist verður að hafa
virkt og vakandi eftirlit með samskiptum við AGS. Það gerist aðeins
með opinni umræðu, meðvitaðri og gagnsærri . Það má aldrei henda
aftur einsog gerðist nú í vor að skrifað var upp á framlengingu og
nýjar skuldbindingar við AGS án þess að þingið fengi að sjá þær, án
þess að ríkisstjórnin fengi að sjá þær! Og hún lét sér það lynda.
Svona varð hrunið. Leynd og þöggun átti þar sinn stóra þátt. Við
þurfum að horfast í augu við þetta...
Lesa meira

Ég óska lesendum síðunnar gleðilegs þjóðhátíðardags. Daginn
notaði ég til jarðræktarstarfa austur í Grímsnesi en að því loknu
var brunað til Reykjavíkur og þáðar kaffiveitingar hjá Helgu
Stephensen frænku minni á Laufásveginum í hjarta borgarinnar.
Þar hef ég þegið þjóðhátíðarveitingar svo lengi sem ég man
eftir mér. Það er eins með hefðirnar og stjórnmálin. Þær eru góðar
og slæmar. Góðar hefðir eru eftirsóknarverðar. Þjóðhátíðardagurinn
er dagur góðra íslenskra hefða. Það besta í íslenskri þjóðarhefð
snýr að opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi. Á Laufásveginum í dag varð
mörgum tíðrætt um aukinn lögregluvörð á Austurvelli á
þjóðhátíðardaginn og lokun Dómkirkjunnar fyrir almenningi. Allt af
öryggisástæðum....
Lesa meira

Undanfarna daga hefur tölvupóstum rignt yfir alþingismenn með
áskorunum um að nema vatnalögin frá 2006 endanlega úr gildi. Það
eykur mér bjartsýni að sjá og heyra hve margir eru staðráðnir að
láta ekki stela af okkur vatninu. Erlendar þjóðir sem einkavætt
hafa vatnið hafa orðið fyrir miklu tjóni. Þetta hefur verið
rannsakað og niðurstöðurnar óyggjandi. Í þessu sambandi vil ég
sérstaklega nefna erindi sem David Hall, fræðimaður við
Greenwich háskólann í Lundúnum, flutti á vegum BSRB fyrir fáeinum
árum. David Hall og rannsóknarlið hans hefur sérhæft sig í
afleiðingum...
Lesa meira

... Þá er spurningin, ætla menn að nema lögin alveg úr gildi eða
slá gildistökuákvæðinu enn á frest. Annað hvort verður að gerast
og mun gerast...Þessi herferð var undir
herhvötinni: VATN FYRIR ALLA. Þetta verk annaðist Páll H. Hannesson
sem starfsmaður BSRB en þau samtök stóðu í fararbroddi í þessari
baráttu. Ég er sannfærður um að ef ekki hefði komið til barátta
BSRB á þessum tíma hefðu lögin frá 2006 farið í gegn
fyrirvaralaust. Að flestum, ef ekki öllum ólöstuðum, gekk Páll H.
Hannesson...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum