Enn er komið fram komið á Alþingi þingmál þar sem lagt er til að leyfileg lágmarkslaun í landinu verði ákveðin með lögum en ekki eins og hingað til í kjarasamningum.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13.07.14.. Fyrir nokkrum árum kom til Íslands ágætur kunningi minn, formaður svissnesku bændasamtakanna ásamt konu sinni.
DV gerði mér og lesendum sínum þann greiða að vitna í pistil sem ég skrifaði í síðustu viku um hugmyndir sem fram hafa komið um að fara með smásöluverslun á áfengi inn í matvörubúiðr.
Mér þykir orðið einsýnt að stjórnvöld draga taum þeirra landeigenda sem nú reyna að skapa sér þann rétt - þvert á landslög - að innheimta gjöld af fólki sem vill njóta íslenskrar náttúru.
Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins: Íslendingar verða að láta í sér heyra, segir Stefán Þorvaldur Þórsson, landfræðingur, í hvatningargrein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.. Hann segir þar ennfremur að það skjóti skökku við að Umhverfisstofnun ætli sér að bjóða lögbrjótum við Kerið að samningaborðinu, sem væri þá forsenda einhvers konar gjaldtöku á svæðinu.
Ekki er myndin hér til hliðar af sama þresti og skrifar lesendabréf á síðuna í dag, stútfullt af hárréttum söguskýringum - eftir því ég fæ best séð.. Auðvitað á maður ekki að vera að ergja sig yfir því að hægri sinnaða stjórnmálafólkið sem nú stýrir Íslandi skuli greiða götu allra þeirra sem leita ofan í vasa okkar í gróðaskyni.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands og einn helsti talsmaður harðlínu frjálshyggju á Íslandi síðustu þrjátíu og fimm árin, er nú orðinn handhafi tíu milljón króna samnings við íslenska skattgreiðendur til að rannsaka hrun eigin kreddu haustið 2008.
Bjarni Benediktsson og Elín Ragnheiður Árnadóttir eru yfir sig hrifin að hingað til lands kunni að vera væntanleg enn ein verslunarkeðjan, nefnilega hinn bandaríski Costco hringur sem heimtar leyfi til að selja lyf, brennivín og hrátt kjöt hér á landi.. . Fyrir öllu þessu erum við jákvæð, sagði iðnaðar/viðskipta- og ferðamálaráherrann, Ragnheiður Elín - en leiðrétti sig síðan og sagði að ekki væri rétt að veita einu fyrirtæki sérstakar undanþágur.