Greinar Desember 2019

Senn líður að því að við sprengjum út gamla árið. Ég sendi nokkra flugelda í loftið. Kaupi þá hjá Landsbjörg svo gagn og gaman fari saman. Svo loga brennur, kátt þær brenni. En hvað með kolefnisjöfnun? Þar er auðfundið ráð. Ríkisstjórnin segist litlu geta ráðið í NATÓ en þessu getur hún þó ráðið ef hún á annað borð vill: Hún getur ...
Lesa meira

Á Þorláksmessu fór ég út í búð að versla. Þar hitti ég gamlan samferðarmann og vin. Hann dvelst langdvölum erlendis en stingur niður fæti hér um jólin. Hann spurði um pólitíkina á Íslandi. Ég sagði að hér væri lítil pólitík. Alltof lítil pólitík, því miður. Hann sagði: Hér er þó ekki allt illt. Ég fór í bókabúð og sá að verið er að gefa út fimmtíu, sextíu nýjar bækur, gott ef ekki tuttugu eða þrjátíu ljóðabækur. Ég horfði á viðmælanda minn þögull og ...
Lesa meira

Birtist í Fréttablaðinu 23.12.19.
Auglýst hefur verið starf útvarpsstjóra. Umsóknir nema tugum. Fjölmiðlar velta vöngum, vel meðvitaðir um að tal og skrif um kost og löst á fólki er vinsælt umfjöllunarefni; hægt að gera sér mat úr slíku lengi vel. En stjórn Ríkisútvarpsins eyðileggur þennan leik og vill leggja það í mat umsækjenda sjálfra hvort nöfn þeirra skuli birt. Þá er okkur sagt að ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.12.19. og í Morgunblaðinu 23.2019.
Rauði kross Íslands hefur ákveðið að efna til söfnunarátaks vegna neyðar af völdum þurrka og skógarelda í Namibíu. Af þessu tilefni lögðu margir við hlustir. Kannski vegna þess að í ljós hefur komið að Íslendingar hafa verið að skrifa sögu sína í því landi á sambærilegan hátt og nýlenduríki Evrópu skrásettu sína sögu með gjörðum sínum, einkum á nítjándu og tuttugustu öldinni, en einnig fyrir þann tíma og síðar, allt fram á okkar dag, um alla Afríku, víða í Asíu og Rómönsku Ameríku. Á nú að næla sér í syndaaflausn? Þetta voru ...
Lesa meira

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, var enn eina ferðina boðberi góðra tíðinda í dag þegar hún kynnti lækkun komugjalda í heilsugæslunni og aukinn stuðning við ýmsa hópa sjúklinga. Ráðherrann lét þess getið að stefnt væri að gjaldfrírri heilsugæslu á árinu 2021. Þessi vegferð hefur áður verið boðuð og má þar visa í sambærileg skref fyrir réttu ári. Sjá hér...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 17.12.19.
Á desemberfundi ECRI nefndar Evrópuráðsins voru rædd þau skref sem Ísland hefur stigið til að mæta ábendingum nefndarinnar sem settar höfðu verið fram í skýrslu um Ísland í febrúar 2017. ECRI er skammstöfun á ensku heiti nefndarinnar, European Commission against Racism and Intolerance, það er, nefnd sem beitir sér gegn kynþáttahatri og umburðarleysi. ECRI nefndin hefur þann hátt á að ...
Lesa meira

Hér eru á ferðinni listamenn sem mig virkilega langar til að mæla með. Ég sótti tvívegis tónleika sem þau héldu í sumar og haust, annars vegar í Hólakirkju í Skagafirði og hins vegar í Sigurjónssafni í Reykjavík. Þessir tónleikar voru afbragsðgóðir, klassískur gítarleikur Ögmundar Þórs og söngur Hlínar. Þau eru með hljómdisk í smíðum og síðan koma tónleikar. Því betur mun þeim ganga þeim mun meiri stuðning sem við veitum þeim. Margir þekkja karolinafund söfnunarformið. Það skýrir sig sjálft þegar farið er inn á þessa ...
Lesa meira

Ég er staddur í Frakklandi þessa dagana. Sit nokkurra daga fund í Strassborg. Ég átti í nokkrum erfiðleikum að komast á leiðarenda vegna umfangsmikilla verkfalla í samgöngukerfinu. Kostaði tafir og útgjöld – sem enn eiga eftir að fara vaxandi því enn er ég úti, á leiðinni heim en óvíst hvernig! Enginn masókisti er ég en hressandi þótti mér engu að síður að vera minntur á mikilvægi starfa sem tekin eru sem gefin þangað til kemur að því að meta þau að verðleikum ...
Lesa meira

Bandaríski vísindamaðurinn, Fred Magdoff, sem hélt fyrirlestur hér á landi fyrir skömmu í fundaröðinni, Til róttækrar skoðunar, er mættur á nýjan leik, nú í ítarlegu viðtali við Bændablaðið. Yfirskriftin er: Skynsamlegur landbúnaður og kapítalismi fara ekki saman. Ég leyfi mér að hvetja þau sem sjá þessi orð að kynna sér þetta viðtal og umfjöllun Bændablaðsins sem á þakkir skilið fyrir að standa vaktina eina ferðina enn fyrir skynsemi og opna og upplýsta umræðu. Viðtalið í Bændablaðinu er hér ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.12.19.
... Sá sem þetta skrifar undirritaði fyrir mörgum árum eitt plaggið í þessari samningaseríu. En varla var blekið þornað fyrr en sýnt var að borgaryfirvöld myndu ekki standa við það. ... Nokkrum mánuðum síðar kom nýr innanríkisráðherra og nýr “samningur”, líka um að skoða veðurlag svo flytja mætti völlinn. Og enn kom nýr innanríkisráðherra. Sá vildi halda í völlinn en borgin fékk þá samþykkt í undarlegri niðurstöðu Hæstaréttar að sviksemi hennar væri þrátt fyrir allt lögmæt. Heyra var á samgönguráðherranum sem nú situr að ...
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum