Greinar September 2018
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29/30.09.18.
... Um hin skrifin, sem fjalla um útlönd og aldur, hef ég meiri efasemdir. Þar er því fagnað sérstaklega, og þykir mikið þroskamerki af hálfu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sem nú fari með forsætisráðuneytið, að leyfð hafi verið á Íslandi "myndarleg" heræfing NATÓ og önnur slík, væntanlega enn myndarlegri, í bígerð. Hér er vísað í leiðara Morgunblaðsins frá 25. september: "Flokkur fullorðnast". Ég get mér þess til að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 20.09.18.
Ég þekki mann sem reyndist heimilislækni sínum erfiður að einu
leyti og það var þegar átti að senda hann í röntgenmyndatöku.
Hann tók nefnilega ekki í mál að vera sendur í fyrirtækið Domus
Medica í slíka myndatöku og fór þess á leit að vera sendur á
stofnun sem heyrði undir almannakerfið, Landakot eða Landspítala.
Þetta er liðin tíð því nú eru allir sendir í Domus eða til
sambærilegra fyrirtækja. Rök þessa manns gagnvart heimilislækninum
voru þau að ...
Lesa meira

Óhætt er að segja að þau sem sóttu opinn fund um peningaræði í
borgarskipulagi síðastliðinn laugardag hafi verið á einu máli um
ágæti hans. Fluttir voru fjórir fyrirlestrar á fundinum sem hver á
sinn hátt settu skipulagsmálin í sögulegt samhengi jafnframt því
sem sjónum var beint að því sem einkennir skipulagið nú ... Tilefni
fundarins eru augljós dæmi þess að gróðahyggjan er orðin ráðandi í
skipulagi borgarinnar. Nefni ég þar tvö dæmi ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 15/16.18.
... En átakaminnst er náttúrlega að halda sig í hinum einfalda heimi. Þá þarf maður heldur ekki að hafa áhyggjur af því hvað það þýðir að vera fullvalda þjóð ...
Lesa meira

Í fréttatilkynningu um fund í Safnahúsinu í Reykjavík
klukkan tólf á laugardag um borgarskipulagið segir m.a. :
"Alltof mörg dæmi eru þess að peninga- og arðsemissjónarmið
ráði um þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu en ekki almannahagur.
Vönduð og fagleg vinnubrögð eiga greinilega erfitt uppdráttar og
...
Lesa meira

Fyrirhuguð hátíð Kúrda í Dinslaken í Þýskalandi sem þýska stjórnin
bannaði - sem ég sagði frá hér á siðunni í gær - var flutt
til Düsseldorf en nú undir öðrum formerkjum: Mótmælafundur. Þennan
fund treysti þýska stjórnin sér ekki að banna. En þýsk stjórnvöld
náðu því hins vegar fram að sýna ógnunartilburði, fyrst með banninu
og síðan þúsundum lögreglumanna á fundarsvæðinu í Düsseldorf. Ég
taldi vel á annað hundrað lögreglu-smárúta og við sáum vopnaða
lögreglumenn allt um kring. Ekki máttu sjást ...
Lesa meira

Ég er staddur í Þýskalandi á fundi eða öllu heldur fundum með
Kúrdum. Fyrirhugaður var fjöldafundur - eins konar
mennigarhátíð sem á sér langa sögu - í Dinslaken í Norð-vestur
Þýskalandi, skammt frá Düsseldorf. Að þessu sinni yrði
sjónum beint að mannréttindabrotum, ekki síst af völdum
tyrkneska innrásarhersins í Afrín í Norður-Sýrlandi. Stóð til að ég
yrði á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn. Í morgun bárust hins
vegar þau tíðindi frá þýsku lögreglunni að stjórnvöld hefðu ákveðið
að banna útifundinn (gert með dómstólatilskipun). Enn á eftir að
koma í ljós hvert framhaldið verður. Síðar í mánuðinum er
fyrirhuguð ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
01/02.09.18.
... En þetta er ekkert einsdæmi, sams konar malbikunarvélar eru
að verki á Austurvelli þessa dagana. Og það í orðsins fyllstu
merkingu. Það er nefnilega í alvöru byrjað að malbika inn á
Austurvöll, inn í sjálft hjarta borgarinnar. Þarna, af öllum
stöðum, á að rísa enn eitt hótelið með tilheyrandi malbiki undir
rútur og leigubíla og enn meiri umferð. Ég hef ekki hitt einn
einasta mann sem er þessu hliðhollur. Vel að merkja þá hef ég ekki
rætt við fjárfestana. Hef hins vegar lesið andmæli gegn áformum
þeirra um að malbika og byggja yfir gamla kirkjugarðinn, sem veit
að Aðalstræti ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum