Greinar Janúar 2018
Alltaf er eitthvað nýtt að gerast í lífinu. Nú státa ég af nýju
netfangi sem ég hef reyndar haft um nokkurt skeið til hliðar við
gamla alþingisnetfangið mitt sem ég studdist við í rúma tvo
áratugi. Bendi þeim á sem vilja skrifa mér á netfang mitt að slá
inn eftirfarandi: ogmundur.jonasson@ogmundur.is
Það gengur reyndar líka að stytta sér leið: ogmundur@ogmundur.is
These are my new e-mail addresses: ogmundur.jonasson@ogmundur.is
Can be shortened: ogmundur@ogmundur.is
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
20/21.01.18.
Báðir foreldrar mínir náðu 97 ára aldri. Ég man að þegar pabbi
var kominn á 97. aldursárið fannst mér allir undir níræðu nánast
vera börn. Og nú finnst mér sjötugt fólk vera unglingar og spyr
hverjum hafi dottið í hug að senda þetta fólk á eftirlaun.Sjálfur
er ég í þessum hópi og líka ritstjóri þessa blaðs sem hélt upp á
sjötugsafmæli sitt í vikunni. Við höfum verið samferða í
boxhringnum í hálfa öld. Alltaf í ...
Lesa meira

Mín reynsla af blómabúðum er góð. Frábærar búðir, frábært
afgreiðslufólk. Yfirleitt fel ég mig í hendur þess. Kannski með
óljósar óskir en vitandi að í mínar hendur munu koma fallegir og
fagmannlega útbúnir blómvendir. En svo kom að því að ein amma
vestur í bæ átti afmæli. Og tvær litlar ömmustelpur vildu færa
henni blómvönd, og við viljum velja blómin afi! Gott
og vel, - og inn í blómabúðina fórum við. Og þá gerðist það.
Ég uppgötvaði að þarna stóðum við án þekkingar, hefðar, tísku,
fagmennsku, algerlega sögulaus. En frjáls. Fáum þessar gulu
rósir ...
Lesa meira

... Þegar ég hlustaði á leikþáttinn um fund postulanna í Jerúsalem
hugsaði ég með mér að nær væri að hafa Ævar í hlutverki þess sem
spurður er eða sem höfund efnis á borð við
þetta útvarpsleikrit fremur en í hlutverki spyrjandans.
Reyndar er ég vel meðvitaður um að stundum er það ekki vandaminna
hlutverk að spyrja en svara! Ævar Kjartansson hefur um dagana borið
víða niður í þáttum sínum en ofarlega er honum greinilega í sinni
allt sem snýr að sýn okkar á heiminn og samfélagið, fjölmiðlun,
trúarbrögð, sögu og heimspeki og þá einnig sögu heimspekinnar. Ég
leyfi mér að mæla með framangreindum leikþætti við öll þau sem
áhuga hafa á sögulegum þráðum ...
Lesa meira
Fróðlegt er að fletta svokölluðu "dagatali íslenskra
vísindamanna" þar sem segir frá viðfangsefnum þeirra. Á slóð
sem leiðir inn í þennan heim segir að vísindamennirnir séu
"valdir af stjórn Vísindafélagsins og ritstjórn Vísindavefsins,
í samráði við forstöðumenn háskóla og rannsóknastofnana, með það
fyrir augum að bregða upp svipmynd af fjölbreyttri flóru blómlegs
rannsóknastarfs hér á landi og þýðingu þess fyrir samfélagið
allt." Frábært þykir mér þetta framtak, kannski ekki síst
vegna þess að ég kannast við fleiri en eitt nafn á listanum og hef
því ...
Lesa meira

... Fyrirsögnin á þessari nýárskveðju minni til lesenda síðunnar
tek ég úr jólakveðju sem barst frá góðum gamalgrónum vinum, Óskari
og Kristínu, Véum í Reykholti í Borgarfirði. Ekki er hægt að orða
nýárskveðju betur. Ég óska öllum friðsældar og að heimurinn verið
friðsamari á komandi ári. En þar með er ekki beðið um lognmollu.
Friður má aldrei ríkja um ranglæti, þá þarf að rugga bátnum og auk
þess á lífið ð vera fullt af fjöri og lífsgleði. En ofar öðru er
ykkur öllum óskað farsældar ...
Lesa meira
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins
06/07.01.18.
Undir árslokin birtist í Morgunblaðinu umhugsunarvert viðtal við
Ólaf Hauk Símonarson, rithöfund. Viðtalið þótt mér reyndar svo
merkilegt og vekjandi að ég hugleiddi hvort fyrirsögnin á þessum
pistli ætti ekki að vera: Þakkir til Ólafs Hauks. Ég ákvað hins
vegar að tileinka pistilinn ríkisstjórninni. Nánar að því síðar.
Það sem tengir Ólaf Hauk og stjórnvöldin eru bækur og íslenskt mál
...
Lesa meira

... Svo eru það flugeldarnir um áramót. Þar skal ég gera
játningu. Þótt ég sé búinn að meðtaka umhverfis-boðskapinn í
flokkun á rusli og gangi þar sífellt harðar fram í kröfu á sjálfan
mig að koma hverri plastörðu á sinn endurvinnslustað - tel reyndar
að taka verði til skoðunar bann við notkun á plastpokum eins og
þekkist víða erlendis - þá á ég langt í land með flugeldana.
Eflaust er það hárrétt sem gagnrýnendur segja að með þeim færum við
ígildi mengandi stórgoss hættulega nærri okkur. Engu að síður þarf
meira til en slíkar fréttir um mengun eina örskotsstund til að snúa
mér til betri siða. Mér finnst nefnilega ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 04.01.18.
... Að undanförnu hafa komið fram ályktanir um skipulag
barnaverndar og hugsanlegar breytingar á því. Þær hafa borið keim
af nokkru fljótræði og það sem verra er, deilur sem risið hafa
innan kerfisins virðast að einhverju leyti marka farveg
fyrirhugaðra áforma. Hugmyndin virðist að öðru leyti vera
gamalkunnugt módel, að eftirlitsaðili megi ekki jafnframt vera
ráðgefandi aðili, hvað þá annast framkvæmd. Þessi formúla hefur
leitt til þess að í okkar agnarsmáa samfélagi hafa einu
sérfræðingar landsins á tilteknum sviðum ekki nýst til
ráðgjafar vegna þess að þá kallist það að þeir hafi eftirlit með
eigin ráðgjöf. Slíkt kann að hljóma ósköp vel í fjarlægu skipuriti
en í samfélagslegum veruleika þar sem ...
Lesa meira

... Sjálfur flutti ég erindi á ráðstefnunni undir titlinum:
The force of ideas: Examples to be learned from. Ekki get
ég birt erindið því það var flutt af munni fram. Á innihaldinu hef
ég of tæpt í ræðu og riti. Ég minnti á að þótt heiminum væri fyrst
og fremst stýrt af hagsmunum skipti hið huglæga einnig máli og
vísaði ég í orð suður-afríska baráttumannsins, Essa Moosa, sem
sagði í mín eyru að mesta hindrunin sem baráttumenn gegn
aphartheidstefnunni hafi átt við að stríða hafi einmitt verið
huglæg, sú trú að ...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum