Greinar Júlí 2014

ÓTÍMABÆR FÖGNUÐUR Í BRÜSSEL

Alþingi - esb
Alþingi Íslendinga fer sem betur fer enn með löggjafarvald á Íslandi en hvorki Evrópusambandið né EFTA dómstóllinn. Eða hvað? Stundum hefur maður haft ástæðu til að efast um hvað sé rétt í því efni. ... Í Brussel er því nú ákaft fagnað að íslensk stjórnvöld ætli að vísa lántökum vegna allra eigna sem eru meira en fjörutíumilljón króna virði til bankanna. ... Yrði það til að styrkja Íbúðalánasjóð? Nei.Styrkur Íbúðalánasjóðs er að hafa á hendi sem flest traust veð. Þeir sem á annað borð vilja muna það ...

Lesa meira

AÐ ÞYKJA VÆNT UM LANDIÐ SITT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 13.07.14.
MBL- HAUSINN... Við komum á bóndabæ í Húnavatnssýslu, mikið myndarbýli, þar sem bjuggu frumkvöðlar í íslenskum landbúnaði. Íslenski bóndinn lýsti því að gott veðurfar væri á þessum slóðum. Það var dumbungur og svalt í lofti. Hinn sólbrúni Alpabúi brosti efins. Íslenski bóndinn rétti þá af kúrsinn og sagði að þegar allt kæmi saman góð gróðurmold eins og hann byggi við og íslenskar aðstæður þá væri útkoman farsæl. Nú brosti svissneski bændahöfðinginn ósviknu brosi. Nokkru eftir þessa Íslandsferð hittum við þessi hjón á þeirra heimaslóð. Nú voru það þau sem ...

Lesa meira

ÁTVR Í ÞÁGU NEYTENDA OG SAMFÉLAGS !

Vínbúðin 2

... Málefnaleg umræða um þetta efni er gríðarlega mikilvæg því breytingar á kerfinu hafa miklar afleiðingar í för með sér, fjárhagslegar og samfélagslegar. Áður hafa slíkar hugmyndir komið fram en ekki náð fram að ganga. Ég hef jafnan haldið því fram að breytt fyrirkomulag yrði til óhagræðis fyrir neytendur, sérstaklega á landsbyggðinni, slæmt fyrir ríkissjóð og fráhvarf frá heilbrigðisstefnu sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til ...Þeir sem telja sig vera fulltrúa framtíðarinnar með því að berjast fyrir markaðsvæðingu áfengissölu fara villur vegar ... Engu að síður er viðkvæðið þetta: Hvílík fornaldarhyggja ... 

Lesa meira

FISKALAND VANN

Þýskaland 1

... Ögmundur Óskar Jónsson, þriggja ára, lýsti því yfir þegar leið á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu að hann héldi með Fiskalandi. Ögmundur Óskar er nýorðinn þriggja og áhugasamur um allt sem er að gerast. Enginn vafi leikur á að velgengni í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu er gríðarleg auglýsing, nær augum og eyrum allra - ungra sem aldinna - og eru bæði bisnismenn og stjórnmálamenn meðvitaðir um það. Þýska sendiráðið hefur leitað eftir samstarfi við ...

Lesa meira

VÍN Í MATVÖRUVERSLANIR: Í ÞÁGU VERSLUNAREIGENDA EÐA NEYTENDA?

Vín í matvöruverslanir

... En myndi þjónusta batna? Og þá sérstaklega við landsbyggðina einsog fyrsti flutningsmaður tiltekur sérstaklega? Yrði reist sama krafa á hendur verslunum á landsbyggðinni og ÁTVR verslanir reisa nú sjálfum sér hvað varðar vöruúrval? Þær bjóða að lagmarki upp á 150 til 170 tegundir í minnstu búðunum úti á landi ...Það sem er líklegt að gerist líka við einkavæðingu er að verðið mun hækka og mest úti á landi. Kaupmenn hafa sagt að þeir geti ekki rekið áfengissöluna með ÁTVR álagningu. Ef ríkið vill halda sínum skatttekjum þá verða kaupmenn að hækka verðið til þess að dæmið gangi upp. ÁTVR er með ...

Lesa meira

NÁTTÚRUGERSEMAR OG SJÁVARKVÓTINN

Kvótakerfið

Mér þykir orðið einsýnt að stjórnvöld draga taum þeirra landeigenda sem nú reyna að skapa sér þann rétt - þvert á landslög - að innheimta gjöld af fólki sem vill njóta íslenskrar náttúru. Sú hætta er mjög raunveruleg að með þessu móti skapist einkaeignarréttur á slíkan tilbúinn rétt með því einu að láta þetta framferði viðgangast líkt og gerðist með kvótann.
Þótt ég gefi lítið fyrir slíkan hefðarrétt þá gera margir lagatúlkendur það ekki og hef ég bent á samhengið á milli þess sem nú kann að vera gerast annars vegar og hins vegar þegar framsalið í kvótakefinu var heimilað ...Vísa ég sem dæmi um nýlega umfjöllun í DV og Fréttablaðinu ...

Lesa meira

TEKIÐ UNDIR MEÐ STEFÁNI ÞORVALDI !

Stefán Þorvaldur 2

Ræningjar leika lausum hala í sveitum landsins: Íslendingar verða að láta í sér heyra, segir Stefán Þorvaldur Þórsson, landfræðingur, í hvatningargrein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann segir þar ennfremur að það skjóti skökku við að Umhverfisstofnun ætli sér að bjóða lögbrjótum við Kerið að samningaborðinu, sem væri þá forsenda einhvers konar gjaldtöku á svæðinu. Eðlilegra væri að lögbrjótarnir ...

Lesa meira

HÁRRÉTT HJÁ ÞRESTI

Skógarþrösturinn 2

Ekki er myndin hér til hliðar af sama þresti og skrifar lesendabréf á síðuna í dag, stútfullt af hárréttum söguskýringum - eftir því ég fæ best séð. Auðvitað á maður ekki að vera að ergja sig yfir því að hægri sinnaða stjórnmálafólkið sem nú stýrir Íslandi skuli greiða götu allra þeirra sem leita ofan í vasa okkar í gróðaskyni. Þetta er jú boðuð stefna þessa fólks; að ganga erinda fjármagnsins. ... Allt er þetta fullkomlega rökrétt og deginum ljósara að rökræður duga ekki ...

Lesa meira

BÚIÐ AÐ FINNA ÓPÓLITÍSKA GRILLARANN?

Grilla á kvöldin

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands og einn  helsti talsmaður harðlínu frjálshyggju á Íslandi síðustu þrjátíu og fimm árin, er nú orðinn handhafi  tíu milljón króna samnings við íslenska skattgreiðendur til að rannsaka hrun eigin kreddu haustið 2008.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirritaði samninginn fyrir okkar hönd.
Ég leit á dagatalið við lestur þessarar fréttar.
1. apríl er löngu liðinn. Þetta er því ekki svo gott að vera bara grín. Ég held að ekki sé of djúpt í árinni tekið að ... 

Lesa meira

BJARNI, ELÍN OG ERÍKUR

CostCo og kó

... Bjarni Benediktsson og Elín Ragnheiður Árnadóttir eru yfir sig hrifin að hingað til lands kunni að vera væntanleg enn ein verslunarkeðjan, nefnilega hinn bandaríski Costco hringur sem heimtar leyfi til að selja lyf, brennivín og hrátt kjöt hér á landi. Fyrir öllu þessu erum við jákvæð, sagði iðnaðar/viðskipta- og ferðamálaráherrann, Ragnheiður Elín ... Og fjármálaráherrann, Bjarni, sagði að þetta væru afskaplega gleðileg tíðindi en yrði að skoða í langtímasamhengi þar sem eitt yrði yfir alla að ganga. En auðvitað deildi íslensk verslun hugsjónum varðandi brennivínið, lyfin og kjötið með Costco. Og formaður Sjálfstæðisflokksins bætti því við að ...

Lesa meira

Frá lesendum

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum? 
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

VEL VIÐ HÆFI AÐ MINNAST ÁRNA STEINARS

Takk fyrir að minnast Árna Steinars heitins eins og þú gerir í sjómannadagspistli þínum hér á síðunni og einmitt vel við hæfi að gera það á þessum degi. Það var fyrir réttum 18 árum, árið 2002, að Samherji var látinn komast upp með meina honum að vera ræðumaður á sjómannadaginn á Akureyri, eins og hann hafði verið beðinn um, því vitað var hve gagnrýninn hann var á kvótakerfið. Í staðinn var fenginn ráðherra úr ríkisstjórn sem sagði að nóg væri komið af gagnrýni á kerfið! Skyldi þetta vera enn svona? Kæmi mér ekki á óvart. Tek undir kröfuna um kvótann heim. Löngu tímabært!!!
Sigríður   

Lesa meira

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA ÞRJÚ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Nú verður enn haldið áfram að rekja innihald tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins 2019/944 um raforku. Eins og áður er komið fram er hún hluti af orkupakka 4 („Vetrarpakkanum“). Þessi vegferð skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenska þjóð enda margt sem þarna hangir á spýtunni. Það er hvorki meira né minna en öll raforkuframleiðsla, dreifing og sala hennar. Það er í fullu samræmi við orkupakkana sjálfa að „skera pylsuna“ í þunnar sneiðar og útheimtir umrædd tilskipun því endurtekin greinaskrif ...

Lesa meira

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar