ÉG HVET ALLA AÐ KYNNA SÉR MÁLAVÖXTU!

Í dag fór fram umræða um úrskurð Hæstaréttar að ógilda
kosninguna til stjórnlagaþings. Umræðan var fróðleg um margt. Sem
innanríkisráðherra hóf ég umræðuna með munnlegri skýrslu. Síðan
hófust umræður. Hér er slóð á umræðurnar í þinginu:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?horfa=1&raeda=rad20110127T110759
Ekki vannst tími til þess á þeim 15 mínúntum sem ég hafði til
ráðstöfunar að gefa eins ítarlega skýrlu og ég hefði kosið en ég
lét þess getið að greinargerð yrði birt á vefsíðu
Innanríkisráðuneytisns í dag með ítarlegum skýringum. Þetta var
gert og er slóðin hér: http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/26976
Mikil umræða hefur verið á vefmiðlum um málið og hefur þar margt
athylgisvert komið fram. Sjá hér:
Ég leyfi mér að hvetja alla til að kynna sér þessi mál vel og þar
með einnig úrskurð Hæstaréttar. Einhvers staðar sagði ég að mér
þætti Hæstiréttur byggja úrskurð sinn á þröngri túlkun á
lagabókstaf. Um þessi ummæli mín hef ég vaxandi efasemdir því mér
sýnist úrskurður Hæstaréttar byggja á almennu mati en ekki þröngri
lagatúlkun. Hef ég lýst undrun á úrskurði Hæsttaréttar og fært
fyrir því rök með tilvísan í landslög. Það breytir því ekki að
úrskurðinum ber að hlíta. Sá undarlegi skilningur var uppi hjá
ýmsum sem tjáðu sig um málið á Alþingi í dag að ekki mætti finna að
niðurstöðu Hæstaréttar og rökræða hana! Ef þessi skilningur yrði
uppi værum við að fjarlægjast réttarríkið og réttinn til
tjáningarfrelsis. Málefnalegri gagnrýni á úrskurð Hæstaréttar má
ekki rugla saman við hitt að farið sé að
úrskurðinum.
http://eyjan.is/2011/01/27/munnleg-skyrsla-innanrikisradherra-akvordunin-kom-mer-a-ovart/