Greinar Ágúst 2010

...Í þessu samhengi þykir mér til fyrirmyndar sú áhersla sem
Háskólinn á Akureyri leggur á rannsóknir í norðurslóðafræðum.
Hvers vegna? Jú, vegna þess að Ísland er á norðurslóðum,
norðurslóðir eru að fá aukna þýðingu á hinu stórpólitíska
heimskorti - og síðast en ekki síst það er skynsamlegt að við
sérhæfum okkur í málum sem við höfum forsendur til að geta gert
mjög vel. Og því sýnist mér Háskólinn á Akureyri markvisst stefna
hvað varðar norðurslóðafræði...
Lesa meira

Birtist á Smugunni 22.08.10.
...Er gagnrýnin umræða metin að verðleikum; lögð út á besta veg?
Eða er hún enn metin á grundvelli valdastjórnmála? Því miður
eru alltof margir í gamla farinu. Talað er um "að rugga bátnum"
þegar stjórnmálamenn lýsa skoðun sem gengur þvert á hið viðtekna í
Stjórnarráðinu þá stundina. Talað er um "órólega deild",
"illsmalanlega ketti" og þar fram eftir götunum.Í grein á
Smugunni mælir Ármann Jakobsson styrk ríkisstjórnarinnar á
grundvelli gamalla mælikvarða...
Lesa meira
Á
menningardag/nótt er efnt til dagskrár við gamla
Hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í Reykjavík. Það eru
samtökin Attac á Íslandi sem fyrir þessu standa. Þarna gefst
fólki kostur á að skrá nafn sitt undir áskorun sem nokkrir
valinkunnir einstaklingar hafa staðið fyrir, þeirra á meðal Björk,
Oddný Eir Ævarsdóttir og Jón Þórisson. Þetta er einnig hægt
að gera rafrænt ...Frá dagskránni segir á
Smugunni sem mér sýnist ætla að verða næmari á
grasrótina en flestir aðrir fjölmiðlar. Ekki veitir af að hlustað
sé eftir röddum sem víðast að úr þjóðfélaginu.
Ég leit við á Skólavörðustígnum um miðjan dag ...Því miður heyrði
ég aðeins lítið brot dagskrárinnar sem er hreint frábær. Hér er
slóð á Smuguna sem segir ...
Lesa meira
...Tilefni skrifa Guðfríðar Lilju Á
Smugunni og komu þeirra, Bjarkar, Oddnýjar Eirar
Ævarsdóttur og Jóns Þórissonar í
Kastlljós, gef ég mér að hafi verið frágangur á
samningi við Magma Energy sem ég hélt að hefði verið settur á ís.
Nei, forstjórinn kom í fjölmiðla í gær og sagði að ekki hefði verið
hægt að bíða lengur eftir stjórnvöldum! Það er eðlilegt að spurt
sé, eins og Guðfríður Lilja gerði í pistli sínum, hver ættti að
ráða á Íslandi, fjármagnið eða fólkið. Sannast sagna hélt ég
að ósvífin framganga Magma forstjórans myndi fleyta honum inn á
forsíður blaða í dag. Svo var ekki...
Lesa meira
Birtist í DV 16.08.10.
...Þetta varðar
Jóhann Hauksson ekkert um. Hann bara fullyrðir og fordæmir. Ég
treysti því að hver og einn dæmi fyrir sig á mælikvarða réttsýni og
sanngirni. Hvað varðar eignarhald á auðlindum Íslands hef ég varað
við einkavæðingu þeirra og sagt að ekki sé munur á innlendu og
erlendu eignarhaldi einkaaðila nema að því leyti að fjárstreymi
arðgreiðslna úr landi sé meira ef eignarhaldið er erlent. Það komi
niður á íslensku hagkerfi... En bíðum við, Jóhann Hauksson lætur
ekki staðar numið við meint útlendingahatur mitt. Undir
millifyrirsögninni, "Ruglingur og ósamkvæmni", gerir hann
því skóna, að ég og aðrir þingmenn VG - vísar einhverra hluta vegna
aðeins til okkar nokkurra með nöfnum - hefðum sýnt
einkavæðingu HS orku fullkomið tómlæti ...Hvað skyldi nú vera rétt
í þessu?...
Lesa meira

Hvers vegna skyldi ég birta þassa mynd, sem tekin er við höfnina
í Reykjavík á góðviðrisdegi? Ég birti hana til að vekja athygli á
því iðandi lífi sem þarna er að skapast með veitingahúsum,
kaffistöðum og listviðburðum. Um daginn fékk ég mér dýrindis síld á
útiveitingastað við Geirsgötuna og fór að því loknu að horfa á
stórgóða mynd Valdimars Leifssonar, kvikmyndagerðarmanns, í litlum
sal fyrir ofan kaffistaðinn Haiti, um eldgosið í Eyjafjallajökli.
Ég var þarna á ferð með íslenskum vini mínum og höfðum við báðir
mikla ánægju af. Ef ég hefði verið með erlenda gesti á ferð hefði
ég gert nákvæmlega þetta, borðað við höfnina og sýnt þeim
dramtískar myndir af nýafstöðnu eldgosi! ...Og þá aftur að
spurningunni: Er þetta auglýsing?...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 12.08.10.
Á undanförnum tveimur áratugum hef ég átt þess
kost að koma að málefnastarfi á vegum Evrópusambandsins sem
stjórnmálamaður og forsvarsmaður í verkalýðshreyfingunni og hef ég
reynt að láta til mín taka í slíkri vinnu einsog ég frekast hef
orkað. Marga góða samstarfsfélaga - og skoðanasystkin - hef
ég eignast í gegnum tíðina á þessum vettvangi. Innan
Evrópusambandsins eru að sjálfsögðu, einsog í öllu mannlegu
samfélagi, mismunandi stefnur og straumar. Ofan á hafa orðið í
seinni tíð sjónarmið markaðshyggju og hefur almannaþjónustan, svo
og samningsréttarkerfi verkalýðshreyfingarinnar, átt nokkuð í
vök að verjast fyrir ásókn þessara afla. Í þessu sambandi má
nefna, sem nýlegt dæmi ...
Lesa meira

...Ekki er þó síður alvarlegt fyrir trúverðugleika stjórnvalda
ef fólk fær þá slæmu tilfinningu að einstaklingar séu látnir gjalda
skoðana sinna - skoðana sinna á fjármála- og hagsmunatengslum
stjórnmálamanna. Heyrst hefur að Sveini sé legið á hálsi
fyrir að hafa verið fylginn sér í athugunum sínum og jafnvel sést
mótmæla tengslum stjórnmálanna og fjármálanna. Ríkisstjórnin
verður að koma með sannfærandi rök um að ekki sé verið að setja
Svein Margeirsson úr nefndinni vegna þessa. Hér nægir ekki tal um
frændsemistengsl ...Og hvað með Reykjavíkurborg? Ætlar
stjórnarmeirihlutinn í Reykjavík að kæfa rannsóknartillögu Þorleifs
Gunnlaugssonar eða gera hana að engu með útvötnun? Með því verður
fylgst. Og þá ekki síst hvaða ...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 09.08.10.
...Það sem fór mest fyrir brjóstið á þeim sem
gagnrýnt hafa grein mína, því Anna Margét Guðjónsdóttir er ekki ein
á báti, er einkum tvennt. Í fyrsta lagi að ég notaði hugtakið
lífsrými, í því samhengi að Evrópusambandið sæktist eftir því
að stækka áhrifasvæði sitt og síðan hitt að ég varaði við því að
Íslendingar létu glepjast af fjárveitingum sem þegar hafa verið
boðaðar til að liðka fyrir í "aðlögunarferlinu" sem nú á sér stað,
áður en ákvörðun er tekin um aðild, nokkuð sem ég hef gagnrýnt og
varað við áður, meðal annars á síðum þessa blaðs. Sagan kennir að
frá örófi alda hafa staðið átök um auðlindir heimsins og er
augljóst dæmi um slíkt ekki fjær okkur í tímanum en ...
Lesa meira

...En öðru máli gegnir þegar reynt er að gera skrifin
tortryggileg á forsendum gamalkunnrar formúlu: Reductio ad Hitlerum
einsog Egill Helgason gerir. Hann skýrir formúluna út fyrir okkur á
þann veg "... að siðsamlegum rökræðum ljúki þega menn fara að
bera andstæðinga sína saman við nasista." En hvað er
hann sjálfur að gera gagnvart þeim sem þetta ritar? Að ekki sé
minnst á þá sem síðan stökkva upp í vagn hans, sveia þar og
formæla, tala um illt innræti og rægitungur, en hafa ekkert
málefnalegt til umræðunnar að leggja. Þessi reynsla kennir mér hvað
við er átt þegar sagt er að siðsamlegri rökræðu ljúki...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum