Greinar Júní 2008
Birtist í 24stundum 25.06.08.
...Nú skal játað að að undirritaður hefur minni
áhyggjur af vísitölu stundargróðans en langtímahagsmunum íslensks
samfélags. Af hinu síðarnefnda er hins vegar ástæða til að hafa
verulegar áhyggjur. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er
nefnilega ekki skammtímavandi á hlutabréfamarkaði. Við horfum upp á
langtímavanda, gjaldþrot þeirrar peningafrjálshyggju sem hér hefur
verið rekin í nær tvo áratugi. Ríkisbankarnir voru einkavæddir og
við þeim tóku silkiklæddir fjármálamenn sem reynst hafa ...
Lesa meira
Stundum þarf að benda á einfaldar staðreyndir til að þær verði
öllum augljósar. það gerir Jón Bjarnason alþingismaður í mjög svo
umhugsunarverðri grein í Morgunblaðinu í dag. Jón fjallar þar um
nýlegar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar varðandi Íbúðalánasjóð. Hann
nefnir tvennt sem sérstaklega er vert að huga að: Í fyrsta lagi sé
verið að stíga skref í þá átt að gera Íbúðalánasjóð að
heildsölubanka (nokkuð sem fjárfestingafyrirtæki hafa krafist um
árabil að gert yrði gegn mótmælum almennings). Í öðru lagi segir
Jón að ívilnanir til byggingaverktaka og lánafyrirgreiðsla þeim til
handa sé í reynd ekkert annað en byggðastyrkur til ...
Lesa meira

Kristján L. Möller, samgönguráðherra Samfylkingarinnar, efnir
til hátíðar næstkomandi fimmtudag. Þá býður hann til stofnfundar
hlutafélags um rekstur og þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Þar sem
ég þekki til - í röðum starfsfólksins - þykir þetta ekki vera neitt
sérstakt fagnaðarefni eða tilefni hátíðar enda veit fólk sem er, að
ráðist er í hlutafélagavæðinguna með tvennt í huga: Í fyrsta lagi
að hafa réttindi - og þá helst lífeyrisréttindi - af starfsfólki;
starfsumhverfið verður að sögn sveigjanlegra eftir að réttindin
hafi verið skert. Í hlutafélagi sé til dæmis hægt að segja
starfsmanni upp starfi skýringarlaust, nokkuð sem ekki sé hægt í
opinberum stofnunum. Í öðru lagi sé þetta leið til að hlú að
forstjóraliðinu, sem með þessu móti komist út úr opinberu
launaumhverfi og fái þess í stað skömmtuð kjörin úr hendi
skilningsríks meirihluta í stjórn háeffsins. Slíkri
skömmtunarstefnu til pólitískt útnefndra vildarvina sé unnt að
...
Lesa meira

...Á kannski að selja dýrt aðganginn að dvalarheimilum fyrir
aldraða svo hægt verði að borga forstöðufólki með "reynslu og
kunnáttu"á borð við þá sem Guðmundur Þóroddsson telur sig búa
yfir almennileg forstjóralaun? Eða gæti verið að
hæfileikafólk sé víðar að finna en í stjórnunarstöðum? Getur verið
að þegar allt kemur til alls snúist þetta um að hafa jafnvægi á
milli gjaldtöku, skatta, þjónustu og launa? Og að þegar einblínt er
á launin sé viðfangsefnið að deila launasummunni út á réttlátan
hátt þannig að allir þeir sem sinna verðugum verkefnum fái
mannsæmandi laun...Annars er það ekki amalegt fyrir íslenskt
"hæfileikafólk" að hafa fengið eins öfluga talskonu og
Kolbrúnu Bergþórsdóttur á leiðarasíðu Morgunblaðsins. Verra fyrir
okkur hin sem ...
Lesa meira

Með ánægjulegustu samkomum sem ég sæki eru hinar árlegu
Menningarhátíðir BSRB í Munaðarnesi... Í Munaðarnesi er á hverju
sumri - og hefur svo verið í tæpa tvo áratugi - efnt til
málverkasýningar en við opnun hennar er haldin Menningarhátíð. Að
þessu sinni er það sýning myndlistarkonunnar Soffíu Sæmundsdóttur
sem prýðir þjónustumiðstöðina og stendur sýningin til 1. október
nk. ...Á Menningarhátíðinni er jafnan reynt að bjóða upp á það
besta á sviði ljóðlistar og tónlistar og í dag var þar engin
undantekning á. Stórkostlegt var að hlusta á eitt okkar allra besta
og vinsælasta skáld, Þórarin Eldjárn, skáldið með djúpu röddina og
alvarlegu, flytja ljóð sín. Í þeim er hvert orð og hver setning svo
úthugsuð að þau fanga salinn í einu vetfangi. Djúp hugsun,
óborganlegur húmor og glaðbeitt háð, ofið saman við gamla
bragarhætti, gerði það að verkum...
Lesa meira

Á morgun verður haldin hin árlega Menningarhátíð BSRB í
Munaðarnesi í Borgarfirði. Menningarhátíðin, sem hefst klukkan 14,
er haldin í tilefni þess að opnuð er sýning á málverkum
Soffíu Sæmundsdóttur, myndlistarkonu. Sýningin
stendur fram til 1. október. Við opnunina mun Þórarinn
Eldjárn rithöfundur lesa úr verkum sínum og sungin verða
ljóð úr Heimskringlu Þórarins við lög eftir Tryggva M.
Baldvinsson. Það er Hallveig Rúnarsdóttir
sem syngur við undirleik Hrannar Þráinsdóttur. Í
boðskorti sem sent hefur verið út er auglýst að Eyjólfur Eyjólfsson
syngi einnig en svo verður ekki því hann á að koma fram á tónleikum
á Sauðárkróki síðdegis á morgun og nær ekki að vera á tveimur
stöðum. Þá syngur hinn borgfirski Freyjukór...
Lesa meira

...Eftir að Styrmir varð frjáls af Kalda Stríðinu og í
einhverjum mæli Flokknum, var sem hann tæki sig til flugs. Þá fékk
hin gagnrýna hugsun og manngildissjónarmiðin sem hann augljóslega
ber í brjósti fyrir alvöru að njóta sín. Ég nefni heilbrigðismálin,
stríðsrekstur Bandaríkjanna og NATÓ á undanförnum árum og
misserum í Asíu og víðar sem hann gagnrýndi hart, orkumál,
umhverfismál, misskipting í þjóðfélaginu og síðast en ekki
síst málefni geðsjúkra sem hann studdi betur en allir aðrir
áhrifamenn í íslenkum fjölmiðlum..Frjáls Styrmir er góður skríbent.
Vissulega gat sviðið undan skrifum hans, í mínum flokki sem öðrum.
En þannig á það ...
Lesa meira

...Mér kom þetta í hug þegar núverandi utanríkisráherra,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagði við opnun nýrrar
"Varnarmálaskrifstofu" í gær að Ísland hefði verið og yrði herlaust
land. Og hún bætti því við, að Ísland herjaði á engan! Þetta er
rangt! Ísland átti beinan þátt í árásunum á Júgóslavíu 1999 og
hefur verið beinn aðili að stríðsátökunum í Afganistan og Írak í
gegnum NATÓ. Að mínu mati er það að sumu leyti heiðarlegri
afstaða að senda eigin ungmenni inn á stríðsvettvang en að
samþykkja að ungmenni annarra þjóða skuli send í hernað í
árásarskyni og tala síðan af upphafningu um eigið vopnleysi og
friðarást. Ef alvara væri að baki beitti ráðherrann sér fyrir því
að ...
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum