Greinar Apríl 2008

...Þessi hugsun hefur verið á undanhaldi undanfarin ár.
Þar til nú - fulltrúar VG þekkja þessa hugsun, hún er þeim
greinilega eðlislæg. Þegar Íhaldið í Reykjavík leggst á hnén og
afhendir peningafólki, af undirgefni, Fríkirkjuveg 11, ásamt lóð og
umhverfi, þá rís Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi
Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, upp og mótmælir. Hann er
ekki lengur einn. Fjöldi fólks er honum samstiga, reisir upp fána í
baráttu sem ekki er séð fyrir endann á. Fyrir mitt leyti segi ég:
Haf þú þökk Þorleifur. Ég styð þig í slagnum gegn
auðmannavæðingunni. Þín barátta er lýðræðisbarátta og jafnframt
barátta gegn valdi auðsins; auðvaldinu. Látum ekki allt verða
falt...
Lesa meira

...Í prýðilegri ræðu sinni í Hallgrímskirkju í dag fjallaði
Guðbjartur Hannesson um mikilvægi þess að innræta æskunni vilja til
að bæta heiminn. Forsenda þess væri að hver og einn ynni að því að
bæta sjálfan sig. Í skátastarfi væri lögð áhersla á að styrkja
einstaklinginn þannig að hann öðlaðist sjálfsöryggi en jafnframt
þannig að hann temdi sér að sýna umhverfi sínu ábyrgð, jafnt
samferðamönnum sínum sem náttúrunni...
Lesa meira

...Nú er löngu hætt að reyna efna til þjóðarsáttar á Íslandi. Nú
er það einfaldlega hundsað þegar fulltrúar launafólks brydda upp á
slíku. Það er helst að Morgunblaðið sýni slíku áhuga!
Efnahagsúrræði ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
felast hins vegar í því að skamma erlenda álitsgjafa og
Seðlabankann, ekki bara fyrir vaxtastefnu bankans heldur líka fyrir
spár sem hann hefur leyft sér að setja fram. Þá er talað af
talsverðri vanþekkingu en jafnframt ótrúlegum hroka og rembingi um
nauðsyn þess að fá fagmenn til starfa hjá bankanum....Ástæða er til
að gera skýran greinarmun annars vegar, á nagginu sem við
heyrum nú þessa dagana og ...hins vegar málefnalegri gagnrýni
sem á undanförnum árum hefur stundum verið sett fram á stefnu
Seðlabankans...
Lesa meira

...Málið var til umfjöllunar í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sem
hinn galvaski fréttamaður, Helgi Seljan stýrði. Karen Dögg
Kjartansdóttir, fréttakona á Fréttablaðinu og Pétur Gunnarsson,
ritstjóri vefmiðilsins eyjunnar (eyjan.is) ræddu
málefni vikunnar, þar á meðal þetta. Karen Dögg sagði
undarlegt að eftir 170 daga einangrun væri það fyrst nú, eftir að
málinu væri lokið, að utanríkisráðherra brygðist við og ganrýndi
ómannúðlega meðferð á unga manninum í Færeyjum...Pétur Gunnarsson
sagði þá nokkuð athyglisvert sem varð mér tilefni til
umhugsunar...
Lesa meira

Seðlabankinn spáir því að húsnæðisverð lækki um 30% á næstu
tveimur árum. Er það raunsæ spá? Það veit enginn. Hitt vita menn að
spáin getur haft þau áhrif að líklegra sé að þetta gerist. Væri það
eftirsóknarvert? Í fyrsta lagi ber að leggja áherslu á að allar
stökkbreytingar á fasteignamarkaði eru slæmar. Um er að ræða
keðjuverkandi samhengi kaups og sölu. Fólk sem keypt hefur á
uppsprengdu verði á undanförnum þremur árum gæti átt erfitt með að
losa sig við íbúðir sínar og kaupa nýjar í samræmi við ...
Húsnæðisverð þarf að lækka verulega. Á höfðuborgarsvæðinu hefur
orðið verðsprenging á undanförnum fjórum, fimm árum, langt umfram
það sem Seðlabankinn spáir nú að muni ganga tilbaka...
Lesa meira

...Ekki eins geðfelldur í viðhorfum og Soros er annar
milljarðamæingur, Schwarzman að nafni. Hann nefni ég vegna
skírskotunar í málflutning hans á fréttasíðum BBC sl.
fimmtudag. Schwarzman þessi efast ekki um að kreppa sé að ganga
yfir og er þannig ekki maður afneitunar fremur en Soros. Schwarzman
virðist hins vegar lítið gefa fyrir þjóðfélagslega ábyrgð og segir
að ófarir einhverra í efnahags- og peningakerfunum opni hugkvæmu og
áræðnu fólki tækifæri til stórgróða. Sannast sagna datt mér
þankagangur Schwarzmans í hug þegar ég heyrði í fréttum í kvöld að
ríkisstjórnin hefði í hyggu að setja lög sem heimiluðu
lífeyrissjóðum að taka þátt í skortstöðubraski. Hverjir skyldu hafa
setið á skrafi...
Lesa meira
Hefjum verkföll hækkum laun
hagnaðararði má skipta
Því fátæktin er félagsleg raun
Upp grettistaki nú lyfta!
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.
Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Í ellinni er upphefð góð
hjá elítunnar kálfum
Fálkaorðuna fær þá stóð
úthlutað sér sjálfum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Leiðtogahjörðin á liðinni stund
lyftist á tá hver einasta Hrund
þær sér útvöldu
sitt ágæti töldu
og heimsyfirráð vildu eftir fund.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur
til nánari skoðunar landinn hvetur
þeir vinahóp töldu
og ættmenni völdu
í eftir á meðferð sjáum hvað setur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt.
Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Þrungin spenna þarna en
Þeir vilja báðir valdið
Gulli Þórðar og Bjarni Ben
berjast nú um íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Á landsfundi verður líf og fjör
líka barist um valdið
því Gulli Þórðar vill verða sör
og reisa við íhaldið.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Gulli sækir að Bjarna Ben
með baráttu og læti
Segist með sérstakt gen
sem forystuna bæti.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Vanhæfni sína víst má dylja
vaxtaokrið leiðir hann
Ómenntaðir menn þó skilja
að minna en lítið kann.
Hann öfugmæla vísur virðir
um verkalýðsins auma hag
Fyrir velferðina víst nú girðir
Því vaxtaokur er hans fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allt Frá lesendum