Greinar

Slæmt þótti mér að vera í útlöndum og geta ekki fylgt Önnu Atladóttur, samstarfskonu og vini til margra ára, til grafar síðastliðinn fimmtudag. Ég skrifaði hins vegar nokkur minningarorð um Önnu sem ég fékk birt í Morgunblaðinu á þessum degi og er þau að finna hér að neðan. Myndina sem fylgir þessum minningarorðum leyfði ég mér að taka af netinu en mér þykir hún falleg. Hún er frá ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.06.22.
... Mér hefur alltaf þótt landamæri hins hlutlæga og hins huglæga vera áhugaverð enda ekki alltaf auðvelt að koma auga á þau. Stundum er það þó þannig ...
Lesa meira

... Niðurstaðan í dag kemur ekki á óvart. Ég hafði einhvern tímann á orði að í raun væri það ekki Julian Assange sem biði eftir dómi heldur breska réttarkerfið. Síðan hef ég sannfærst um að breska réttarkerfið er ekki upp á marga fiska þegar stór-pólitískir hagsmunir eru í húfi. Og um það snýst mál Julian Assange, pólitíska hagsmuni ...
Lesa meira

Birtist í Morgunblaðinu 08.06.22.
Laugardaginn 21. maí skrifaði Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður með meiru, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Sögulegt heillaskref í NATO. Þar segir Björn og er skýjum ofar: „NATO-atburðarásin í Finnlandi og Svíþjóð undanfarnar vikur er skólabókardæmi um vel heppnaða framkvæmd á flóknum og viðkvæmum lýðræðislegum ákvörðunum.“
Hér er að sjálfsögðu vísað til þess að ...
Lesa meira

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar skrifar hnitmiðaða grein í Fréttablaðið sl. miðvikudag um verkefnin framundan og hvernig beri að forgangsraða. Hann telur upp fimm þætti. Það beri að horfa til þriggja hinna fyrstu næstu árin „ þó að vissulega séu hinir möguleikarnir áhugaverðir í framtíðinni.“ Fyrstu þrír þættirnir snúa að ...
Lesa meira

Ég var að ljúka lestri bókarinnar Kjörbúðarkonan. Höfundur er japanskur rithöfundur, Sayaka Murata, og þýðandi á íslensku er Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Allt er þarna upp á tíu í þessari örstuttu bók í bókaröð Angústúru-útfgáfunnar. Já, stutt er bókin en höfundur þurfti heldur ekkert á því að halda að hafa hana lengri til að skilja lesendur sína eftir í ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 4/5.06.22.
Það má vel vera að ég hafi sagt þessa sögu áður. En þótt svo væri þá er hún svo góð að seint verður hún of oft sögð. Sagan er reyndar ekki mín heldur hugmyndaríkra þáttagerðarmanna í bresku sjónvarpi fyrir nokkrum áratugum.
Markmið þáttagerðarmannanna var að sýna Bretum hverjir þeir væru, láta þá horfast í augu við sjálfa sig. Og út frá því var gengið að ...
Lesa meira

... Með öðrum orðum, sæstrengur (sem hlýtur að teljast til grunninnviða) að fullu í samfélagslegri eign má ekki fá stuðning frá eigendum sínum, íslensku samfélagi vegna þess að einkafyrirtæki sér hugsanlega hagnaðarmöguleika í því að ná eignarhaldinu í sínar hendur ... Í mínum huga er svar samfélagsins löngu orðið tímabært ...
Lesa meira

Ég var að ljúka lestri bókar sýrlenska rithöfundarins Kahled Khalifa, Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar en áður hafði ég lesið bók hans Dauðinn er barningur. Báðar bækurnar gaf bókaútgáfan Angústúra út og báðar eru þýddar af Elísu Björgu Þorsteinsdóttur. Síðarnefndu bókina hef ég ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.05.22.
... Elinora Roosevelt var glúrin kona. Hún sagði eitthvað á þá leið að víðsýnt fólk og stórhuga gæti rætt málefni, þeir sem væru smærri í hugsun ræddu í besta falli um atburði, ekki hina stærri umgjörð en smásálirnar héldu sig einvörðungu við persónur. Og þannig er það, þau síðastnefndu draga iðulega umræður niður að gólflistanum eins og dæmin sanna. Þess vegna er spurt: ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum