AÐ HRUNI KOMINN
Kann einhver skýringu á því að alþingismenn skuli þegja þunnu hljóði um fangelsun stofnanda Wikileaks og ofbeldið í hans garð? Allt á þetta svo að heita að tekist sé á um málið fyrir dómstólum þótt staðreyndin sé augljóslega sú að þetta snýst bara um pólitík og ofbeldi eins og þú bendir réttilega á í bréfi þínu til breska sendiherrans Ögmundur. Eistaklingur er ofsáttur fyrir að upplýsa um stríðsglæpi og stjórnvöldin í heiminum láta gott heita. Þar á meðal ríkisstjórn Íslands og svo Alþingi eins og það leggur sig.
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Við erum oft hér ein á jólum
einmana á helgri stund
hvort um annað hringsólum
með hugulsama lund
allt svo fallegt allt er hljótt
alstaðar gleði og friður
fram undan friðsæl jólanótt
og fallegur klukkna niður.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já líður brátt að jólum
ég tæplega beðið get
í fríi frá tækni og tólum
að borða hangikét.
Bankann færðum Björgólfs feðgum
bættum þeirra efnahag
þeir sannleikanum ei halda helgum
heiminn því eiga í dag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sæll, það er sorglegt að sjá að þú og aðrir haldið að það leysi vandann að banna spilakassana, fólkið sem notar þá mun þá bara færa sína fíkn inn á netið og peningarnir renna bara úr landinu. Nær væri að skylda þá sem reka þá til að láta 75% af hagnaði renna í forvarna og meðferðarstarf. En nei eins og þið núverandi og fyrrverandi þingmenn virðist sjá einhverja töfralausn í banni þó að raunveruleikinn sýni allt annað, eru einhver spes vímuefni sem þið fáið ...
Einar
Lesa meira
Þetta gengur allt út á "eignatilfærslur", að ræna þjóðina (þjóðirnar) auðlindum og eigum. Alvöru kapitalisti er sá sem byggir upp sjálfur, helst frá rótum, en rænir ekki eigum almennings til þess að auðgast sjálfur. Á því tvennu er grundvallarmunur.
Bankana færum við Björgólfum sterkum,
blásum að rótum glóðar.
Stefnum að miklum og stórum verkum,
stelumst í eigur þjóðar.
Kári
Lesa meira
Afslætti bjóða út um allt
í allri Reykjavíkinni
þar virðist nú allt vera falt
og líka í pólitíkinni.
Bleiku skýin bjóða nú
Bjarni Siggi og Kata
Baslið lagast bíddu þú
Bráðum jól og skata.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Aldrei mætti framtíð feiminn,
fénu stal í pokum.
Vildi kaupa hálfan heiminn,
Himnaríki að lokum.
Kári
Lesa meira
Ný stjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur nú tekið við á Bessastöðum. Áður var stjórnarsáttmálinn kynntur í bleiku bandi.
Gerðar verða breytingar á Stjórnarráðinu þar sem málaflokkum er sundrað en öðrum steypt saman á ákaflega sérviskulegan hátt. Duttlungar og stundarhagsmunir nokkurra einstaklinga látnir ráða. Virðingarleysi fyrir því fólki sem skákað er til eru engin takmörk sett. Forsætisráðherra hefur valið að halda stefnuræðu sína á fullveldisdaginn 1. desember 2021. Þar mun hún kynna ...
Bjarni
Lesa meira
Eftir hægar hríðir komst á koppinn
Katrín og stjórnin fyrir horn sloppin
stóllinn tryggður
grunnur byggður
að frjálshyggjustjórn sem er orpin.
Hún virðist nú ekki einkar hlý
enda var hún á felgunum
Þó ríkisstjórnin hér þykist ný
er gamalt sull á belgjunum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hún gerir ríka ríkari
raunverulega jú
og spillta líka spilltari
speki mín er sú.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ...
Sunna Sara
Lesa meira
Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka.
Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu
Lesa meira
Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum