UM FERÐAKOSTNAÐ OG ANNAÐ
Sæll og blessaður Ögmundur.
Já dagpeninga og ferðakostnaðarmál eru umtöluð í fjölmiðlum og
kanski ekki furða þegar hann er yfir 1.1 milljarður. Þarna greinir
menn á hvers vegna eru þessir dagpeningar greiddir ráðherrum þótt
ríkið greiði í raun allan ferðakostnaðinn. Það hefði mátt spyrja
hver greiðir launakostnað ráðherra sem vinna um kvöld og helgar
ásamt ferðum erlendis án þess að gera sérstakan reikning fyrir
yfirvinnu hvað þá að bæta við sig heilu ráðuneyti. Þetta hefði
verið kölluð þrælavinna eða af ættjarðarást en ekki vildi ég
skipta.
Fargjöld eru dýr og þess vegna eiga ráðherrar að ferðast á Saga
Class en aðrir þar fyrir neðan ráðuneytisstjórar sendiherrar áa
almennu farrými eða næsta fyrir ofan sabr.útboð. Ferð á fyrsta
farrými til Ástralíu eða álíka kostar yfir 1 milljón og menn leika
sér ekki í slíkum farseðlakaupum. Forseti vor hefur það sem af er
árinu verið í öllum heimsálfum og hlýtur farseðlakostnaður hans og
frúarinnar að sprengja fjárveitingu embættisins. Sumar ráðstefnur
eru þess eðlis að viðveru ráðherra eða fulltrúa hans krefst þess
eða næsta yfirmanns en eflaust mætti nýta fjarfundarbúnað meira en
gert er jafnt innanlands sem utan.
Ég er mjög ánægður með staðfestingu Hæstaréttar á brottvísun
meðlims vélhjólagengis en það sama verður að ganga yfir aðra
hættulega menn sem hafa komið og munu koma eftir áramótin þegar
allt opnast á landamærum okkar enginn fylgist með.
Þór Gunnlaugsson
Þakka þér bréfið. Auðvitað á hið opinbera aðeins að greiða
fyrir ferðakostnað og upphaldskostnað sendifólks á þess vegum og
ekkert meira. þannig eru dagpeningar hugsaðir. Síðan finnst mér að
eigi að kaupa jafnan ódýrustu miða sem völ er á og gildi þá einu
hvort menn gegna ráðherraembættum eða öðrum stöðum.
Kv.,
Ögmundur