EKKI HJÁSETAN - BARA ESB
Þakka þér fyrir að vekja athygli á skipulagðri rógsherferð á
hendur Ásmundi Einari Daðasyni þingmanni VG. Þú gleymdir að vísu að
telja upp eyjuna.is sem hefur ekki látið sitt eftir liggja yfir
hátíðarnar. Það er mikill misskilningur að þetta snúist um
hjásetu ÁSD við fjárlagafrumvarpið. Mitt mat er að þetta snúist
einvörðungu um andstöðu Ásmundar Einars við ESB umsóknina. Þar
kemur heiftin og þar truflar hann hugsanlega inngöngu í
himnaranninn sjálfan. Slíkt gengur náttúrlega ekki af hálfu
sanntrúaðra.
Jóel A.