ÓSVÍFIN HVATNING TIL ÁFENGISNEYSLU
Auglýsingar ÁTVR, eru að mínu mati ólöglegar .Tjald-auglýsing
með Árna Johnsen er mannskemmandi og svívirðileg. Hvað gengur
áfengisverslun ríkisins til með þessum auglýsingum undanfarin ár?
Það er ekki spurning, að þetta ríkisfyrirtæki er að auglýsa sína
vöru. Í fyrra og í hitteðfyrra gerði þetta fyrirtæki svínum skömm
til. Þegar fyrirtækið fór að líkja svínum við fyllibittur. Svín
drekka ekki vín.
Auglýst var að fólk ætti ekki að drekka eins og svín, eða það var
látið líta svo út að það væri forvarnar boðskapur í auglýsingunni.
Svo var nú ekki. Í sömu auglýsingu var fólk hvatt til að drekka
áfengi, þ.e.a.s. að drekka vín í hófi. M.ö.o., fólk var hvatt til
að drekka vín en bara í hófi. Þessi stofnun lætur líta svo út að
þessar auglýsingar séu birtar í forvarnarskyni en svo er ekki, því
í auglýsingum er fólk hvatt til að drekka áfengi. M.ö.o. þá er
auglýsingin ólögleg.
Nú er komin ný auglýsing sem eins og áður er birt með miklum móð
rétt fyrir daga sem eiga má von á mikilli drykkju hjá 10 til 15% af
þjóðinni, þá á útiskemmtunum. Viltu ekki bíða, uns þú verður
tvítugur vinur??
Strákurinn í auglýsingunni er hvattur til að koma og kaupa sér
áfengi þegar hann er orðinn 20 ára gamall. Hann er einnig áminntur
um að hafa með sér skilríki svo hann fái afgreiðslu.
Hvernig stendur á því að ÁTVR stendur í gríðarlega mikilli
auglýsingarherferð í tvær vikur fyrir verslunarmannahelgi? Það er
auðvitað augljóst. Verslunin er að hvetja fólk til
áfengiskaupa.
Ef þessi verslun hefði áhuga á því að stunda fornarstarf gegn
drykkju myndi ÁTVR styrkja bindisfélög og aðra slíka aðila til
þeirrar starfssemi. Þetta er ólöglegur áróður að mínu mati og hann
er mjög svæsinn.
Ein megin ástæðan fyrir því að Íslendingar kjósa að reka þetta
fyrirtæki og hafa einkasölu á víni á vegum ríkisins er að reyna með
því að sporna við eða með því að minnka ofdrykkju í landinu.
Þá finnst mér auglýsingar skemmtannaliðsins í Vestmannaeyjum ganga
út fyrir allann þjófabálk. Sínu verst er sú auglýsingin þar sem
þingmaðurinn öskrar djamm, inn í tjaldið hjá tveim drengjum. Annar
virðist svag fyrir drykkjulátunum. Hinn er klæddur í skátabúning og
virðist ekki hafa áhuga á drykkjulátunum. Þeir sem bera ábyrgð á
auglýsingunni leyfa sér í þessari auglýsingu að gera grín að
unglingnum sem ekki vill drekka áfengi og skemmta sér með
drykkjulátum. Þetta er ótrúleg ósvífni. Ríkisfjölmiðillinn lætur
ekki sitt eftir liggja varðandi auglýsingu á þessari ósvífnu
drykkjuhátíð. Stanslaus straumur til Eyja.
Kristbjörn Árnason