AÐ HRUNI KOMINN Maí 2010
...Ég hef fylgst með stjórnmálaleiðtogum túlka afstöðu kjósenda
í Reykjavík síðan í gær. Vinsælast er að túlka afstöðu kjósenda
Besta flokksins enda eru þeir taldir hafa tjáð afar skýran vilja.
Síðan kemur hver leiðtoginn af öðrum með sína útgáfu af sögu sem
greinilega er ætlað að blása lífi í þeirra eigin pólitísku líftóru.
Allir keppast við að lýsa hversu sterk þeirra eigin staða sé vegna
úrslitanna. Dagur stendur upp úr. Hann sér að kjósendur vilja
breytingar og þar sem Samfylkingin tapaði aðeins þremur
prósentustigum (held ég að hann hafi sagt í ræðu) er ljóst að
Samfylkingin í Reykjavík hefur hlotið umboð til að leiða þær
breytingar. Ég skildi þetta reyndar ekki með hversu litlu
Samfylkingin tapaðið því hún fer úr 27% fylgi í síðustu kosningum
niður í 18% - þeir missa þriðjung!! Dagur lagði samt útfrá því að
Samfylkingin gæti ...
Ella Kristín
Lesa meira
Örlitlar vangaveltur á kjördag. Merkilegt nokk en þá verður að
teljast sem nokkrir aðilar að framboðum til sveitastjórnakosninga
hafi gert allmikil mistök við uppröðun lista sinna. Tökum t.d.
framsetningu lista samstarfsflokks VG í Reykjavík. Þar hefði nú
ekki verið dónalegt að láta Hjálmar sem hefur gott pólitískt læsi
og prestinn sem tæplega ber minna skynbragð á velferðarmálin en
Oddný, leiða þennan lista. Ég segi hiklaust að sá frontur hefði
leitt af sér betri útkomu. Hanna Birna geldur fyrir það að Gísli
Marteinn sá ekki ástæðu til að leita á aðrar slóðir enda búinn að
sérmennta sig í borgarmálum Reykvíkinga í Aberdeen. Í Kópavogi,
mínum bæ, munu sjálfstæðismenn gjalda fyrir það að ...
Kv. Óskar K Guðmundsson, fisksali.
Lesa meira
...Það var gott að þú varðir Lilju Mósesdóttur og ættu hinir í
VG að skammast sín fyrir að ráðast á hana, eins og þeir hafi nokkur
efni á að dæma hana. Þú skrifaðir um kosningarnar: " Samkvæmt
skoðanakönnunum er Þorleifur Gunnlaugsson, annar maður á
framboðslista VG úti, nær ekki kjöri. Það væri mikið slys.
Þorleifur hefur verið einn öflugasti baráttumaður fyrir efnalítið
fólk í borginni, vakinn og sofinn yfir hagsmunum þess". Það er
kannski verið að þurrka flokkinn út vegna stuðnings ykkar við
...
Elle
Lesa meira
Í einni af mörgum auglýsingum Vinstri Grænna segir "Samþykkjum
aldrei fátækt" hvers vegna stöðvið þið þá ekki Árna Pál Árnason í
því að skerða lífeyrisgreiðslur til öryrkja?
Jón Þ
Lesa meira
...Væri ekki hægt að fá hjálp rannsóknarblaðamanna og kvenna
erlendra og innlendra til að svara þessum spurningum sem þú spyrð í
lok greinar?: Hverjir eru Magma Energy? Hverjir eiga Suðurorku?
Hver á vatnsveituna í Vestmannaeyjum, hver ráðstafar heita vatninu
á Reykjanesi næstu 130 árin? Hverjir eru bakhjarlarnir, hver er
kennitalan?
Oddný Eir Ævarsdóttir
Lesa meira
...Takk fyrir færsluna um Lilju Mósesdóttur.
Hún á allt gott skilið. Hún er flokksbetrungur VG
Gunnar Skúli Ármannsson
Lesa meira
...En það sem ég vildi gera að umræðuefni nú er annað og
það er ógagnsæið í þessu máli öllu en þar hlýtur þú að spyrja
sjálfan þig um ábyrgð ríkisstjórnarinnar þinnar sem fer með
hlutabréfið í Kadeco og er ábyrgt fyrir framferði minna manna, Árna
Sigfússonar bæjarstjóra sem er í stjórn Kadeco o.fl.,
en sjálfur er ég sjálfstæðismaður - óánægður sjálfstæðismaður.
Ég er ekki par sáttur við mína menn og leyfi mér að spyrja hvað þér
finnist um framgöngu þinna manna Ögmundur. Ég vil frjálst
markaðskerfi en ekki spilllingarkerfi. Ég sé í ársreikningi að árið
2007 hefur ríkið lagt félaginu til rúman milljarð. Aðrar tekjur
þess voru ...
Óánægður Sjálfstæðismaður
Lesa meira
...Eina skynsamlega lausnin nú, er sú að gamla fólkinu gefist
kostur á því og það verði hvatt til þess að hverfa af vinnumarkaði
með reisn til þess að unga fólkið með óskerta starfskrafta og oft
með mikla menntun komist að til að vinna og greiða skatta. Gamla
fólkið greiðir litla skatta. Það er merkilegt með Íslendinga, að
þegar einhver leggur fram róttækar hugmyndir sem allir vita að eru
því miður nauðsynlegar þorir enginn að segja sína skoðun. Við
verðum að þora að taka málið til umræðu. Ekki er betra að bíða
endalaust og láta atvinnuleysið fara úr öllum böndum. Það getur
ekki verið nein dyggð í því fólgin að taka ...
Kristbjörn Árnason
Lesa meira
...Á meðan hlær samstarfsflokkurinn í faldi dekurdúkkunnar, AGS.
Ég ítreka þá yfirlýsingu mína frá áðursögðu, að sá flokkur sem
gefur það út skilyrðislaust að umsóknarferlið að EB verði stöðvað
og vangadansinn við AGS verði endurmetinn, alla hvað varðar
alvarlega íhlutun í innanríkismál, mun hljóta atkvæði mitt, og mig
grunar þó nokkurra til viðbótar.
Óskar K Guðmundsson, fisksali.
Lesa meira
Flestir sem ég þekki telja Lilju Mósesdóttur hafa tjáð sig af
viti, skýrleik og rökfestu um HS-málin. En þessi orð Lilju fá ekki
háa einkunn hjá forsætisráðherranum ef marka má hvað er haft eftir
henni á rúv-vefnum....Ég spyr hvort stjórnmálin eigi aðeins að
endurspegla eina skoðun og engin umræða eigi að fara fram fyrir
opnum tjöldum nema hún sé valdhöfum þóknanleg? Hvað kemur
næst?
Tryggvi
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum